fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Zakarías Herman handtekinn

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Zakarías Herman Gunnarsson er hættur í ballsveitinni Babies-flokknum. Tilkynnt var um brotthvarf Zakaríasar úr hljómsveitinni þann 19. desember síðastliðinn og var brotthvarfið sagt vera „af persónulegum ástæðum“. Raunveruleg ástæða er þó sú að fyrrverandi kærasta Zakaríasar hefur kært hann fyrir alvarlega líkamsárás. Stundin greindi fyrst frá málinu.

Tónlistarmaðurinn var handtekinn á vettvangi og samkvæmt heimildum DV var hann látinn sæta gæsluvarðhaldi um tíma. Heimildir DV herma að vitni hafi komið að Zakaríasi og kærustunni á meðan ofbeldið stóð yfir. Konan hefur lagt fram kæru vegna málsins.

Babies-flokkurinn hefur notið mikilla vinsælda sem ballsveit undanfarin ár. Sveitin spilar helst fjörugar ábreiður af verkum annarra listamanna og hefur komið fram á mánaðarlegum viðburðum á skemmtistaðnum Húrra. Orðrómur um ofbeldisfulla hegðun Zakaríasar verið á sveimi um tíma.

Í áðurnefndri frétt Stundarinnar kom fram að honum hafi verið meinað að taka þátt með hljómsveit sinni á Girl Power-tónleikum á Húrra í maí í fyrra, sem söngkonan Salka Sól Eyfeld var í forsvari fyrir. Sögusagnir um að hann hefði gerst sekur um ofbeldisfulla hegðun voru ástæða þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“
Fréttir
Í gær

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Í gær

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar þurfi að búa sig undir að Bandaríkjamenn reyni að hafa áhrif á kosningar hér

Íslendingar þurfi að búa sig undir að Bandaríkjamenn reyni að hafa áhrif á kosningar hér