fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 07:50

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, hefur verið hótað og reynt hefur verið að múta henni vegna rannsókna sem embætti hennar hefur unnið að. Einnig hefur ættingjum starfsfólks embættisins verið hótað atvinnumissi vegna rannsóknar embættisins. Þá hefur embættinu verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum.

Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er haft eftir Bryndísi að henni hafi verið hótað og reynt hafi verið að múta henni. Hún segir að sönnunarfærsla í málum sem þessum sé erfið enda séu slíkar hótanir yfirleitt ekki settar fram í vitna viðurvist eða skriflegar.

„En þetta er auðvitað bara svona og hluti af þessu. En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað.“

Segir Bryndís sem nefnir eitt dæmi um hvernig reynt var að múta henni:

„Það eru reyndar svolítið mörg ár síðan það var en þá var það þannig að mér var boðið að drekka frítt á einum bar niðri í bæ í eitt ár gegn því að mál yrði fellt niður. Einhverjir hefðu kannski freistast til þess. Þetta er náttúrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því. Það eru engin svona afskipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum á málum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast