fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 14. janúar 2019 19:42

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun júlí á síðasta ári gaf lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum út ákæru á hendur tveimur lögreglumönnum fyrir gegn hvor öðrum. Annar maðurinn starfaði sem yfirlögregluþjónn en lét nýlega af störfum. Hinn maðurinn er enn starfandi sem rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. DV hefur heimildir fyrir því að margir ýmsir innan lögreglunnar undrist  hörku lögreglustjóraembættisins í Vestmannaeyjum í málinu.

Mennirnir fá báðir dóma vegna málsins.

Slógust fyrir utan skemmtistað í Eyjum

Í ákæru, sem DV hefur undir höndum, er rannsóknarlögreglumanninum gefið að sök að hafa veist að yfirlögregluþjóninum, fyrir utan ónefndan skemmtistað í Vestmannaeyjum, og slegið hann í andlitið. Yfirlögregluþjónninn svaraði fyrir sig með því að slá rannsóknarlögreglumanninn með vinstri hendi í andlitið þannig að sá hlaut skurð við nef vinstra megin og mar undir vinstra auga.

Rannsóknarlögreglumanninum er gefið að sök að hafa í kjölfarið ýtt yfirlögregluþjóninum utan í útihurð og slegið hann með vinstri hendi ítrekuðum höggum í maga, andlit og bak. Féll yfirlögregluþjónninn í jörðina við barsmíðarnar en í kjölfarið á rannsóknarlögreglumaðurinn að hafa sparkað með vinstra fæti í síðu eða maga yfirlögregluþjónsins þar sem hann lá á fjórum fótum fyrir utan inngang skemmtistaðarins. Afleiðingar árásarinnar voru þær að yfirlögregluþjónninn hlaut sprunga vör, hrufl á hnakka og mar á vinstra gagnauga.

Sættust daginn eftir

Samkvæmt heimildum DV voru mennirnir í fríi í Vestmannaeyjum þegar árásirnar áttu sér stað. Þeim varð sundurorða og í kjölfarið brutust áflogin út. Voru þeir báðir undir áhrifum áfengis samkvæmt heimildum DV.

Þá herma heimildir blaðsins enn fremur að lögreglumennirnir hafi náð sáttum daginn eftir slagsmálin og ætlað að láta kyrrt liggja. Það hafi því komið þeim gjörsamlega í opna skjöldu þegar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum gaf út ákæru á hendur þeim nokkrum mánuðum síðar. Meint brot þeirra eru talin falla undir 217. grein hegningarlaga. Í slíkum tilvikum er ekki ákært nema að ósk fórnarlambs eða almannahagsmunir krefjist þess.

Hvorugur mannanna vildi tjá sig um málið er blaðamaður hafði samband við þá á sínum tíma. DV hefur þó heimildir fyrir því að margir innan lögreglunnar undrist hörku lögreglustjóraembættisins í Vestmannaeyjum að sækja lögreglumennina til saka. Sérstaklega í ljósi þess að meiðsli þeirra voru ekki alvarleg og þeir höfðu þegar náð sáttum.

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, vildi ekki tjá sig um málið er eftir því var leitað.

Niðurstaðan

Dómur héraðsdóms Suðurlands var birtur í dag. Niðurstaðan er að Rannsóknarlögreglumaðurinn er dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Yfirlögregluþjónninn fyrrverandi fær sekt og þarf að greiða 100 þúsund í ríkissjóð innan 4 vikna að öðrum kosti sitja í fangelsi í 8 daga.

Rannsóknarlögreglumaðurinn þarf að greiða sakarkostnað, alls kr. 361.880, sem eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, kr. 350.000 auk aksturskostnaðar verjandans, kr. 11.880. Þá þarf yfirlögregluþjónninn fyrrverandi að greiða alls 350.000 í sakarkostnað sem er málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

49 íbúar samþykkja en einn rekur mál sitt fyrir dómstólum

49 íbúar samþykkja en einn rekur mál sitt fyrir dómstólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Jensína með rúmar sex milljónir á mánuði

Tekjublað DV: Jensína með rúmar sex milljónir á mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Laun Björns hækkuðu um 43 prósent

Tekjublað DV: Laun Björns hækkuðu um 43 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einhverfur piltur á meðal fórnarlamba gagnalekans í FB: „Strax farið að valda barninu okkar gífurlegri vanlíðan“

Einhverfur piltur á meðal fórnarlamba gagnalekans í FB: „Strax farið að valda barninu okkar gífurlegri vanlíðan“