fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða til að vernda lunda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. september 2019 07:55

Lundi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan umhverfisráðuneytisins er nú verið að kanna hvaða leiðir eru færar til að sporna við fækkun lunda og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Næsta vor verður gerð heildarendurskoðun á lögum um veiðar á villtum fuglum og spendýrum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, að hann hafi óskað eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að hægt sé að meta aðgerðir sem byggjast á núverandi löggjöf.

„Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“

Er haft eftir ráðherranum.

Í bráðri hættu

Lundinn er talinn í bráðri hættu samkvæmt því sem fram kemur á válista Náttúrufræðistofnunar sem var birtur síðasta haust. Næsta stig fyrir ofan er útdauði. Lundastofnin hefur minnkað á síðustu áratugum. Lundi er meðal annars vinsæll matur á veitingastöðum og mikið veiddur til sölu á þeim. Teista var friðuð fyrir tveimur árum fyrir skotveiðum en staða stofnsins var ekki metin jafn alvarleg og staða lundastofnsins.

Í stjórnarsáttmálanum frá 2017 er boðað að lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum verði endurskoðun og er sú vinna hafin. Miðað við núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og að heimild til að veiða þau sé undantekning. Umhverfisráðherra segir að þetta verði óbreytt.

„Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið. Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“

Er haft eftir honum í Fréttablaðinu.

Það hefur flækt friðunaraðgerðir að lundaveiðar eru hlunnindaveiðar. Friðunarákvæði núverandi laga ná ekki til slíkrar nýtingar, heldur aðeins til skotveiða og sölu. Umhverfisráðherra segir að þetta verði endurskoðað nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar