fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Jóhann Elvar sagður hafa ráðist á þekkta spákonu: Sama kona og seldi DV dauðadóp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Elvar Sveinbjörnsson hefur verið ákærður fyrir að ráðast á aldraða konu árið 2017. Í ákæru hans, sem er birt í Lögbirtingarblaðinu, kemur fram að hann hafi veist að konunni, sem er á sjötugsaldri, á heimili hennar með ofbeldi og spreyjað úðaefni í augu hennar. Hann hafi því næst tekið þaðan skartgripaskrín sem innihélt skartgripi að óþekktu verðmæti. Spákonan vildi ekki tjá sig um þessa reynslu sína þegar blaðamaður hafði samband.

Sjá einnig: Spákona í Breiðholti er dópsali: „Hvað margar?“ – Sjáðu myndbandið

DV hefur áður fjallað um umrædda konu en hún er spákona sem seldi DV dauðadópið Contalgin. Það hefur verið vinsælt á íslenskum fíkniefnamarkaði og hefur verið kallað hið íslenska heróín. Contalgin er morfín og skylt heróíni og ætlað til að lina þjáningar krabbameinssjúklinga eða þeirra sem þjást af miklum verkjum.

Jóhann Elvar er ekki einungis ákærður fyrir að hafa ráðist á spákonuna. Hann er ákærður fyrir að hafa rænt Árbæjarapótek í Hraunbæ. Hann er sakaður um að hafa farið þar inn bakdyramegin og veist með ofbeldi að starfsmönnum apóteksins. Hann er sagður hafa hrint konu í gólfið og slegið karlmann í andlitið. Hann ku hafa hótað þeim manni með sprautunál. Í ákæru kemur fram að hann hafi haft á brott með sér talsvert magn lyfja:

„Tekið þaðan 5 pakkningar af lyfinu Fentanyl, 4 pakkningar af lyfinu Norspan (5 mcg), 4 pakkningar af lyfinu Norspan (10 mcg), 2 pakkningar af lyfinu Ritalin Uno (30 mg), 3 pakkningar af lyfinu Ritalin Uno (40 mg), 2 pakkningar af lyfinu methyliphenidate (18 mg), 3 pakkningar af lyfinu methyliphenidate (54 mg), 3 pakkningar af lyfinu Oxycontin (10 mg), 2 pakkningar af lyfinu Oxycontin (20 mg), 5 pakkningar af lyfinu Oxycontin (40 mg), 3 pakkningar af lyfinu Oxynorm Dispersa og 3 pakkningar af lyfinu Contalgin.“

Auk þessa var hann ítrekað tekið undir stýri óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa fíkniefna. Hann var einnig gómaður með sex ecstasy töflur í versluninni Tölvutek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“