fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 20. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkið hefur hafnað öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar vegna Guðmundar og Geirfinnsmálsins og auk þess krefst ríkið þess að Guðjón greiði málskostnaðinn.

Þetta hefur vakið mikla reiði en Katrín Oddsdóttir lögfræðingur birti bréf á Facebook-síðu sinni frá íslenska ríkinu til Guðjóns. Bréfið er þó ekki frá íslenska ríkinu í raun og veru heldur ádeila á ákvörðun ríkisins. Bréfið er afar átakanlegt en það má lesa hér fyrir neðan.

Kæri Guðjón,

Ég frelsissvipti þig án sakar.
Ég pynda þig í varðhaldi og byrla þér lyf.
Ég hef þig innilokaðan nógu lengi til að þú játir á þig morð.
Ég dæmi þig svo fyrir að drepa mann sem aldrei fannst sem lík, það skiptir mig ekki máli að sönnunargögnin séu ekki til staðar. Ég þarf sökudólg.
Svo læt ég þig berjast áratugum saman fyrir hreinsun á mannorði þínu, á meðan máttu lifa í skugganum.
Þegar ég neyðist til, af því samfélagið neitar að gleyma, fellst ég á það að þú hafir verið saklaus dæmdur og sýkna þig. Ég bið þig að fyrirgefa.
En þegar þú dirfist að biðja mig um bætur fyrir brot mín segi ég:

„Af hálfu íslenska ríkisins er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi, lögreglu, ákæruvalds og dómstóla hafnað enda ósannaðar með öllu“.

Með vinsemd og virðingu, Íslenska réttarríkið.

https://www.facebook.com/katrin.oddsdottir/posts/2484253378310139

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur
Fréttir
Í gær

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás