fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Meiðyrðamál Manna í vinnu ehf tekin fyrir hjá dómi – Eiríkur Jónsson baðst afsökunar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 08:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun verða tekin fyrir meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sveinsdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, vegna ummæla sem þær létu falla. Ummælin féllu í miklu fjölmiðlafári í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna Manna í vinnu ehf.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Starfsemi Mann í vinnu ehf. hafði verið í sviðsljósinu eftir ítarlega umfjöllun um hana og meðferð hennar á starfsfólki í fréttaskýringaþáttunum Kveik og Kastljósi.

Fréttablaðið hefur eftir Jóhannesi að ásakanir sem voru settar fram um að Rúmenarnir hefðu verið grátt leiknir af starfsmannaleigunni hafi verið úr lausu lofti gripnar, það sýni öll gögn málsins.

„Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu.“

Er haft eftir Jóhannesi. Þar á hann við að dómari málsins krafðist 1,2 milljóna króna málskostnaðartryggingar fyrir hvort mál. Ákveðið hafi verið að leggja þá tryggingu fram í málinu gegn Maríu Lóu en ekki gegn Unni og verði því málið því vísað frá dómi á morgun. Hann sagði að ljóst sé að fjárhagsstaða Manna í vinnu ehf. hafi verið mjög slæm eftir að málið kom upp og hafi fótunum verið kippt undan rekstri fyrirtækisins.

„Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“

Er haft eftir honum.

Jóhannes sendi fjölmörgum bréf og krafðist afsökunarbeiðni og miskabóta vegna meiðandi ummæla. Meðal þeirra sem fengu slík bréf voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.  Auk þess var slíkt bréf sent til forsvarsmanna Sýnar hf. og Eiríks Jónssonar fjölmiðlamanns sem baðst afsökunar að sögn Jóhannesar og var sá eini sem það gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi