fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Erfiðleikar hjá Jóa Fel á Selfossi og Hellu – „Það kemur í ljós í næstu viku hvernig þetta fer“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldþrot vofir yfir tveimur bakaríum sem Jói Fel keypti í desember árið 2017, en þetta eru Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Um 20 manns vinna á þessum stöðum.

DV fékk ábendingar um að félagið sem rekur fyrirtækin hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í gær. Þessu neitar Jói í samtali við DV:

„Það er bara verið að vinna í þessu og þetta skýrist síðar.“

Jói segir að það skýrist í næstu viku hvort rekstrinum verði bjargað. „Ég get ekki tjáð mig meira um þetta núna en það skýrist í næstu viku hvernig þetta verður. Það er verið að vinna í málunum núna.“

Í frétt sem Visir.is birti um kaupin árið 2017 segir:

„Já, það er rétt,  ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, segir Jóhannes Felixson bakarameistari, betur þekktur sem Jói Fel, aðspurður hvort hann væri búinn að kaupa bakaríin.

Engar uppsagnir verða samhliða kaupunum, starfsmenn á báðum stöðunum munu halda vinnu sinni. Eftir kaupin verður Jói Fel eigandi sjö bakaría með yfir 100 starfsmenn.“

Í frétt sem Eiríkur Jónsson birti fyrir sex dögum segir að Guðni bakari hafi verið lokað og fékkst þá staðfest að reksturinn hefði stöðvast. Í maí birti Eiríkur frétt þess efnis að Jói hefði sett bakaríin á sölu. Aðspurður segir Jói að ekki standi til að loka fleiri bakaríum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt