fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019: „Allir eru fallegir sama hvernig þeir líta út að utan“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 1. september 2019 01:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miss Universe Iceland keppnin fór fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Það er Birta Abiba Þórhallsdóttir sem var krýnd Miss Universe Iceland eftir val alþjóðlegrar dómnefndar. Birta verður því fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni.

Þáttakendur í keppninni voru 21 en það er Elísabet Hulda Snorradóttir sem lenti í öðru sæti.

Í viðtali við Vísi eftir keppnina sagði Birta að hún hafði ekki búist við þessum úrslitum og að dagurinn hafi verið ótrúlega góður.

„Þetta er bara búið að vera ótrúlega gaman.“

Birta Abiba hefur áður vakið athygli en fyrir stuttu skrifaði hún pistil sem var sláandi áminning til okkar allra um þá ofbeldisfullu kynþáttafordóma sem enn eru til staðar á Íslandi.

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns

Í viðtalinu við Vísi vildi Birta koma því á framfæri að útlit fólks skipti ekki máli, allir séu fallegir.

„Allir eru fallegir sama hvernig þeir líta út að utan. Það skiptir ekki máli hvaða litarhaft þú hefur, það er bara hver innri manneskjan er.“

DV óskar Birtu Abibu innilega til hamingju með sigurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Í gær

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“