fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Gagnrýna Sverri fyrir vangavelltur sínar: Segja orð hans hvorki byggja á rannsóknum né vísindum

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 11:40

Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir Sverri Daníel Halldórsson líffræðing Hafrannsóknarstofnunar í yfirlýsingu sinni.

Samtökin segja ummæli Sverris í sjónvarpsfréttum, en þau segja orð Sverris ekki styðjast við vísindi né rannsóknir. Þar er átt við það þegar Sverrir sagði að sex hvalaskoðunarskip hafi truflað grindhvali sem syntu í land.

Samkvæmt Samtökunum voru engin hvalaskoðunarskip á nálægt hvölunum sem syntu í land og þar að auki hafi rannsóknir Háskóla Íslands bent til þess að skipin hafi lítil sem engin áhrif á hvalina.

Hér að neðan má sjá Yfirlýsinguna í heild sinni.

„Yfirlýsing stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands

Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst sl.

Orðrétt sagði hann í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum,“

Þann föstudag og dagana á undan voru engir hvalaskoðunarbátar nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar fylgdust með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. Júlí sl. En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur.

10 fyrirtæki eru aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgja þau leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið.

Það er ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings.

Hvalaskoðunarsamtök Íslands lýsa áhuga sínum á að eiga gott samstarf við Hafrannóknarstofnun á vísindalegum grunni en óska þess að yfirlýsing starfsmannssins frá því í gær verði tafarlaust dregin til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“