fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Efnt til fjársöfnunar fyrir lektorinn – Sagði konur eyðileggja vinnustaði karla

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. júlí 2019 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnt hefur verið til fjársöfnunar vegna málaferla Kristins Sigurjónssonar gegn háskólanum í Reykjavík.

Kristinn er fyrrverandi lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Honum var sagt upp eftir að DV birti frétt með þessum ummælum sem hann lét falla um konur á Facebook-hópnum Karlmennskuspjallið.

„Það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“

Það eru vinir og frændur Kristins sem efndu til fjársöfnunarinnar. Ulfar Nathanaelsson, vinur Kristins, talar um söfnunina á Facebook-síðu sinni.

„Góður vinur minn, Kristinn Sigurjónsson, stendur í erfiðri baráttu við Háskólann í Reykjavík. Hér er atvinnulaus einstaklingur að berjast fyrir rétti sínum gegn ofurefli, sem fær um 3 milljarða af skattgreiðslum ríkisins. Hann hefur barist gegn tálmunum og hefur margoft látið skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlunum.

Vegna háværra ummæla undanfarið, þar sem karlmenn eru sakaðir um að áreita konur (kynferðislega), þá viðraði hann þá hugmynd á Karlmennskuspjallinu (lokaður Facebook hópur) hvort ekki væri rétt að aðgreina vinnustað karla og kvenna, svokallaða Hjallastefnuna. Daginn eftir var hann kallaður á fund með rektor Háskólans í Reykjavík, Ara Kristni Jónssyni og mannauðsstjóra, Sigríði Elínu Guðjónsdóttir og þar var honum sagt upp án nokkurra möguleika á andmælum.“

Frændur Kristins, Páll Steingrímsson og Sigurjón Sveinsson standa fyrir fjársöfnuninni í þeim tilgangi að styðja frænda sinn í að sækja rétt sinn. 

„Ef hann vinnur málið og fær (hluta) af málskostnaðinum dæmdan, þá mun mismunur stuðnings og nettó útgjalda renna til Félags um Foreldrajafnrétti.“

Lektor við HR segir konur eyðileggja vinnustaði karla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar