fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fréttir

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð á hendur karlmanni sem grunaður er um virkilega alvarlega líkamsárás á Neskaupstað.

Glæpurinn á að hafa átt sér stað seint miðvikudaginn 11. júlí.

Maðurinn er grunaður um að hafa stungið annan mann. Samkvæmt læknisvottorði var fórnarlambið með stungusár framan á hálsi, nálægt slagæðum, bláæðum og barka. Þar að auki var maðurinn með fleiri stungusár fyrir neðan rifbein, nálægt lifur. Læknisvottorðið tekur einnig fram að maðurinn hafi verið í „yfirvofandi lífshættu.“

Árásarmaðurinn á að hafa verið ástfangin af kærustu brotaþola og á margoft að hafa „hótað að stinga, drepa og skera hana á háls,“

Nágranni brotaþola hringdi í lögreglu eftir að hafa orðið var við mikinn hávaða. Þar hafi brotaþoli verið að banka á hurðina og þegar hún var opnuð af nágrannanum féll brotaþolinn alblóðugur inn.

Þá hafi nágranni lokað særða manninn aftur úti í ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn á heimili mannsins, til fjölskyldu sinnar. Þó hafi hann hringt samstundis á lögreglu sem kom innan skamms.

Lögreglan handtók árásarmanninn sem á að hafa gengið blóðugur með hnífa í báðum höndum. Hann veitti enga mótspyrnu við handtöku.

Brotaþolinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann gekk undir aðgerðir lækna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda
Fréttir
Í gær

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas