fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingur sagður látinn á Indlandi – UPPFÆRT

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur fannst látinn á gistiheimili í Kullu héraði í Hmachal Pradesh í Indlandi samkvæmt lögreglu á svæðinu. Í það minnsta er það fullyrt í indverskum fjölmiðlum.

Hann sagður hafa fundist látinn á baðherbergi í Acharya Villa gistiheimilinu í Vashisht svæðinu í borginni Manali.

Indverskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu þarlendis að nákvæm orsök andlátsins sé enn ókunn. Íslendingurinn ku hafa verið á gistiheimilinu síðan þann 29. júní.

Eigandi gistiheimilisins, Ankur Acharya, lét lögregluna vita af andlátinu.

Samkvæmt upplýsingum Business Standard var hann með vegabréfsáritun sem gilti til 29. mars árið 2020.

Samkvæmt fregnum frá Indlandi hefur íslenskum yfirvöldum verið tilkynnt um andlátið en ekki náðist í upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytsins við vinnslu fréttar.

(Uppfært)

DV náði tali af Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem sagðist ekki getað staðfest málið að svo stöddu.

(Uppfært)

Hvorki upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins né borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um málið og er erfitt að henda reiður á því hvort þau hafi upplýsingarnar staðfestar eða ekki. Aðstandandi mannsins sem talinn er vera látinn segist ekki hafa fengið lát hans staðfest.

DV hefur sent fyrirspurn til Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands á Indlandi, um málið. Svar hans er að hann gefur ekki upplýsingar um það.

(Uppfært)

Samkvæmt frétt á Vísir.is er lögreglu í bænum ókunnugt um dánarorsökina en ekkert bendi til að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Hann mun hafa dvalist á gistiheimilinu í tæplega tvær vikur.

Uppfært kl. 18:10:

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands á Indlandi, staðfestir að Íslendingur sé látinn á Indlandi. Hann segir jafnframt að ekkert grunsamlegt sé við lát mannsins samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum