fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Guðmundur segir Viðskiptablaðið ljúga – „Mér ofbjóða svona skítlegar dylgjur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 15:28

Frá vinstri: Guðmundur, Bergur Þór og Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil taka fram að ég skrifaði þetta frábæra leikrit, Svartlyng. Ekki Bergur Þór eins og hann er nú annars dásamlegur penni og alls góðs maklegur,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, en hann er höfundur leikritsins Svartlyng sem Viðskiptablaðið ræðst harkalega á í pistli og gefur í skyn að mikill auglýsingakostnaður hafi farið í kynningu á verkinu og að sá kostnaður sé að einhverju leyti reiddur af hendi af almannafé.

Greinin í Viðskiptablaðinu er nokkuð sérstök, en höfundurinn Týr er skrifaðu fyrir henni.  DV gerði efni greinarinnar skil í frétt í morgun. Í greininni er leikstjóri verksins Bergur Þór Ingólfsson einn skrifaður fyrir því og virðist greinarhöfundi mjög í nöp við uppsetningu Bergs á samtölum Klaustursþingmanna í Borgarleikhúsinu:

„Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri reiddi hátt til höggs með leiklestri í beinni útsendingu á meiðandi svívirðingum af Klausturbar síðasta vetur. Úr varð skammarlegt klámhögg, sem særði helst þá er síst skyldi. Borgarleikhúsið á enn eftir að upplýsa útsvarsgreiðendur í Reykjavík um hvað það kostaði. Það er gott að hafa allan kostnað borgarbúa við flokkspólitískan áróður uppi á borðum.“

Týr segir að leikritið Svartlyng hafi verið sýnt fyrir tómlegum sal og uppsetningin hafi í flesta staði verið vandræðaleg samkoma. Er síðan vikið að auglýsingakostnaðinum og gefið í skyn að sýningin og/eða kynning hennar hafi að einhverju leytið verið kostuð af almannafé. Týr segir Berg Þór hafa kynnt sig í þjóðfélagsumræðunni sem málsvara upplýsinga um hvað eina. Því hljóti allar upplýsingar um tekjur, opinbera styrki og gjöld vegna Svartlyngs að verða birtar opinberlega.

Segir Viðskiptablaðið ljúga til um aðsókn

Guðmundur Brynjólfsson deilir frétt DV um málið á Facebook og segir Viðskiptablaðið ljúga:

„Salurinn var ekki tómlegri en það að verkið var tekið aftur til sýninga á vormisseri Tjarnarbíós. En þegar menn ljúga til um smáatriði eins og aðsókn að leiksýningu þá getur fólk rétt ímyndað sér hvort sömu menn ljúga ekki meira þegar stærri mál liggja við.“

Guðmundur bætir um betur í ummælum undir færslunni:

„Mér ofbjóða svona skítlegar dylgjur.“

Dóttir leikstjórans, Bergs Þórs, stígur einnig fram og skrifar:

„Ég veit nú fyrir víst að pabbi minn er ekki hræddur að leggja allt fram á borðið og hefur ekkert að fela… annað en þessi „Týr“

Páll Baldvinsson, víðfrægur leikhúsmaður, blaðamaður og rithöfundur, stígur einnig fram og segir:

„Hvaða drullusokkur og nafnleysingi situr í skjóli og ber mönnum á brýn eitt og annað. Það á ekki að svara svona vesalingum sem eru ekki menn til standa fyrir málstað sínum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands