fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

E.coli smit rakið til Bláskógabyggðar – Börn eru einstaklega viðkvæm fyrir bakteríunni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2019 11:31

Myndin er samsett og tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu börn á aldinum fimm mánaða til sjö ára hafa greinst með alvarlega sýkingu af völdum E.coli. Tvö þeirra voru lögð alvarlega veik með nýrnabilun inn á Barnaspítala Hringsins fyrir helgi. Smitið hefur verið rakið til Bláskógabyggðar í Árnessýslu en smit getur borist með smituðum matvælum eða vatni og með beinni snertingu við dýr eða úrgang dýra. Læknir greinir frá því að ekki sé útilokað að smitið leiði til varanlegs nýrnaskaða. Frá þessu greinir í Morgunblaðinu í dag.

„Það ver verið að leita viðar núna. Þegar við forum að leita meira þá förum við að finna meira en það er enginn sem er svona veikur eins og þessi börn, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir það ekki ljóst hvort fleiri séu smitaðir en það sé þó til rannsóknar. Börn eru einstaklega viðkvæm fyrir bakteríunni og verða fremur veik heldur en fullorðnir. Annað barnið sem lagt var inn á sjúkrahús hefur verið útskrifað, hitt liggur enn inni.

Uppruni veirunnar er talinn vera í Bláskógabyggð í Árnessýslu, en börnin sem veikust urðu höfðu bæði verið þar. Önnur möguleg tilvik hafa sömuleiðis verið rakin þangað.

„Við vinnum eftir því að þetta sé ein uppspretta,“ segir Þórólfur.

E.coli getur, líkt og áður segir, smitast með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða úrgang dýra.

Viðar Örn Eðvarðsson, læknir,  segir að meðferð barnsins sem enn liggur inni gangi vel. „Þetta gengur samkvæmt áætlun eins og við má búast. Þetta er hættulegur sjúkdómur sem er verið að meðöndla og það gengur vel. Flestir ná sér vel en það er ekki útilokað að nýrnastarfsemin geti verið eitthvað skert þegar frá líður. Það er ómögulegt að segja á þessu stigi málsins og það verður bara að fá að koma í ljós. Við munum fylgja börnunum vel eftir“

Fréttin hefur verið uppfærð – Áður sagði að fjögur börn hefðu greinst með bakteríuna en hið rétta er að um helgina greindust fimm til viðbótar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi