fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Íslenskur rútubílstjóri dæmdur: Tveir Kínverjar létust í slysinu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 28. júní 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt íslenskan rútubílstjóra í sex mánaða skilorðsbundið vegna umferðarslyss sem varð að morgni 27. desember 2017. Maðurinn var bílstjóri rútu sem endaði utan vegar á Suðurlandsvegi, skammt vestan við Hunkubakka í Skaftárhreppi.

Í ákæru kemur fram að bílstjórinn hafi ekið henni of hratt miðað við aðstæður en vegur var háll umræddan dag. Ók hann aftan á vinstra afturhorn bifreiðar sem var fyrir framan með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á rútunni. Rútan fór yfir á öfugan vegarhelming og þaðan út fyrir akbraut þar sem hún valt á hliðina.

Tveir farþegar köstuðust út úr rútunni og létust, annar farþeganna nær samstundis en hinn á sjúkrahúsi þann 12. janúar í fyrra. Fleiri farþegar slösuðust, þar á meðal einn sem hálsbrotnaði og hlaut höfuðáverka og annar sem mjaðmagrindarbrotnaði og hlaut fjölda rifbrota. Alls voru 46 manns í rútunni að meðtöldum leiðsögumanni og ökumanni.

Tilkynning um slysið barst lögreglu að morgni 27. desember. Veður var með ágætum; heiðskírt og fimm gráðu frost en talsverð hálka var þó á vettvangi slyssins.

Rannsókn á rútunni leiddi í ljós að hemlagetu hennar var verulega ábótavant og þá var aðeins eitt hjól fullneglt, en örfáir naglar í hinum. Var það mat þess sem sá um bíltæknirannsókn í málinu að viðhald bifreiðarinnar hafi verið vanrækt og hún ekki átt að vera í umferð. Þó hefði það mikil hálka verið á veginum að óvíst væri að full hemlageta bifreiðarinnar og fullnegldir hjólbarðar hefðu getað komið í veg fyrir slysið.

Ökumaður rútunnar sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði verið á um 70 kílómetra hraða, en upplýsingar úr ökurita gáfu annað til kynna. Þannig haf hraði bifreiðarinnar síðustu mínúturnar fyrir slysið verið á bilinu 100 til 102 kílómetrar á klukkustund.

„Þegar ástand bifreiðarinnar er virt, hraði hennar rétt fyrir slysið og ástand vegarins verður að telja nægilega sannað að ákærði hafi með háttsemi sinni orðið valdur að dauða tveggja farþega í bifreiðinni og alvarlegum meiðslum tveggja annarra farþega. Er háttsemi ákærða rétt færð til refsiákvæða í ákæru,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms.

Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann sviptur ökuréttindum til tveggja ára og gert að greiða sakarkostnað málsins, tæpar 2,7 milljónir króna. Loks var honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, eina og hálfa milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“