fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júní 2019 15:24

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalskt dagblað heldur því fram að teymi breskra og portúgalskra lögreglumanna sé nálægt því að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann. Stúlkubarnið hvarf af íbúðahóteli í Algarve í Portúgal vorið 2007 en Madeleine var á fjórða ári er hún hvarf. Foreldrar hennar sátu að snæðingi á veitingastað skammt frá íbúðinni en skildu Madeleine og bræður hennar tvo eftir sofandi í íbúðinni.

Árum saman hefur rannsókn staðið yfir á málinu – þó með hléum. Miðillinn Metro tekur upp þráðinn úr portúgölsku pressunni og segir að lögreglunni hafi borist nafnlaus ábending um erlendan mann sem hafi verið í Algarve um það leyti sem barnið hvarf. Maðurinn er sagður vera grunaður í málinu en lögreglan heldur upplýsingum um hann leyndum. Maðurinn er sagður vera barnaníðingur. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni.

Scotland Yard segir að rannsóknin sé í fullum gangi en vill ekki láta hafa neitt annað eftir sér.

Samkvæmt frétt Metro er álitið að Madeleine McCann sé ekki á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar