fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stórundanlegt aksturslag bifreiðar vakti athygli lögreglumanna á Suðurnesjum þegar þeir voru við hefðbundið eftirlit í fyrrakvöld. Bifreiðinni var ekið kantanna á milli, rásandi út um allan veg, í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn sveiflaði höndunum ákaft og var með aðra út um gluggann bílstjóramegin,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Maðurinn gaf lögreglunni þær skýringar á aksturslagi sínu að hann hafi verið að dansa við tónlist sem hann hlustaði á á meðan hann keyrði. Brást hann illa við athugasemdum lögreglunanr og var erfitt að ræða við hann. Hann róaðist þó þegar honum var komið í skilning um að hann ætti að hafa hendur á stýri í akstri því annað gæti skapað mikla hættu í umferðinni. Ók hann svo prúður á brott með báðar hendur á stýri.

Miðað við þetta virðist maðurinn hafa verið alsgáður þar sem lögreglan handtók hann ekki og leyfði honum að halda áfram akstri en um það segir ekkert í tilkynningunni.

Þá segir einnig í sömu tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum að bíll valt á Djúpavatnsleið á Suðurnesjum í fyrradag. Þrennt var í bílnum og sluppu þau ómeidd. Ökumaðurinn hafði verið að aka upp brekku og hemlað með þeim afleiðingum að bíllinn rann út af og valt. Ekkert tjón varð á bílnum en hann sat kyrfilega fastur í aur utan vegar og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði