fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Foreldrar foxillir út í Arion banka: „Þetta er ekkert annað en skandall“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekkert annað en skandall. Þetta eru framtíðarreikningar barnanna minna og þessi peningur er hugsaður til að létta þeim lífið þegar þau ná átján ára aldri. Mér finnst þetta algjör hneisa.“ Þetta segir þriggja barna faðir á fertugsaldri, sem vill ekki láta nafn síns getið, um bréfið sem börnum hans barst inn um lúguna í vikunni. Bréfið var frá Arion banka og börnunum tilkynnt að búið væri að lækka vexti á framtíðarreikningi þeirra úr 2,2 prósentum niður í 1,7 prósent. DV hefur talað við fjölda foreldra sem eiga börn sem fengu svipað bréf í vikunni og er þeim ekki skemmt. Einni tveggja barna móður í Garðabæ, sem vill einnig njóta nafnleyndar, finnst lágkúrulegt að bréfin hafi verið stíluð á börnin hennar, en annað barnanna er enn á leikskólaaldri. Hún íhugar alvarlega að hætta viðskiptum við bankann vegna málsins.

„Ég stofnaði þessa reikningi í góðri trú um að peningar sem börnin mín fá í alls kyns tækifærisgjafir myndu fá góða ávöxtun. Þetta bréf er til skammar. Ég vil að börnin mín fái gott veganesti inn í lífið þegar þau verða fjárráðir einstaklingar og ég er alvarlega að íhuga að loka reikningnum,“ segir móðirin en bætir við að hún hafi kynnt sér hvernig eigi að loka bundnum reikningi sem þessum og þá sé fjárhæðin sem er inni á reikningnum bundin út binditímann, eða þar til barn nær átján ára aldri. „Ég býst samt við því að ég færi viðskipti mín annað.“

Börnin í landinu borga

Þá virðist bréfið hafa hleypt illu blóði í nokkra foreldra sem DV talaði við í ljósi fregna sem bárust snemma á árinu um að hagnaður Arion banka árið 2018 hafi numið tæpum 7,8 milljörðum króna.

„Ég er brjáluð yfir þessu,“ segir ein móðir barna með framtíðarreikning í Arion banka. „Það hefur greinilega verið niðurstaða síðasta stjórnarfundar að börnin í landinu þyrftu að borga fyrir fall Wow Air og fleira í þeim dúr,“ bætir hún við og vísar í orð Höskuldar Ólafssonar, fyrrverandi bankastjóra Arion banka, um að „erfiðar aðstæður á hluta- og skulda­bréfa­mörkuðum og ekki síst hrær­ing­ar í flugrekstri settu mark sitt á starf­sem­ina, bæði á fjórðungn­um og á ár­inu í heild,“ eins og kom fram í fréttatilkynningu fyrr á árinu þegar ársreikningur Arion banka var birtur.

Bréfið samkvæmt lögum

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir þessa vaxtalækkun vera vegna vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og að hún sé alls ekki óeðlileg. Hann segir að ýmsar breytingar á vaxtakjörum hafi verið gerðar en bendir á að þrátt fyrir lækkun upp á 0,5 prósent á framtíðarreikningum fyrir ungt fólk að átján ára aldri séu vextir Arion banka á þeim reikningum hagstæðustu verðtryggðu vextirnir sem í boði eru fyrir ungt fólk. Litlu munar þó á milli bankanna þar sem vextir Íslandsbanka á framtíðarreikningum barna og ungmenna eru 1,6 prósent og í Landsbankanum 1,5 prósent.

Í skilmálum Arion banka kemur fram að vextir á reikningum í bankanum séu breytilegir á samningstímanum nema um annað sé samið. Segir Haraldur að ástæða þess að bréf hafi verið send, stíluð á börn með framtíðarreikninga í Arion banka, sé að samkvæmt lögum um greiðslumiðlun sé bankanum skylt að tilkynna viðskiptavinum ef vaxtabreytingar eiga sér stað. Hann segir margt spila inn í þegar vextir eru reiknaðir út.

„Arion banki skoðar þá vexti sem viðskiptavinum bjóðast með reglubundnum hætti og taka breytingar á innlána- og útlánavöxtum meðal annars mið af breytingum á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Þá taka þær einnig mið af opinberu álagi, eins og bankaskatti, fjármögnunarkostnaði bankans, samkeppni og breytingum á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og fleiri atriðum.“

Hvað þýðir þetta í krónum?

Almennt er vaxtaárið 360 dagar en hér fyrir neðan má sjá hvað annars vegar 2,2 prósent vextir myndu skila af fimmtíu þúsund krónum á ársgrundvelli og hins vegar hverju 1,7 prósent vextir skila af sömu upphæð yfir sama tímabil.

50.000 kr. innlögn með 2,2% vöxtum: 1.100 kr.
50.000 kr. innlögn með 1,7% vöxtum: 850 kr.

Mismunur: 250 kr.

Ef fjárhæðin er hækkuð verulega upp, eða í 450.000 krónur, lítur dæmið svona út:

2,2% vextir: 9.900 kr.
1,7% vextir: 7.650 kr.

Mismunur: 2.250 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar