fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stec E.coli bakteríur í nokkru magni í íslensku kjöti – „Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 08:00

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þriðjungi sýna, sem Matvælastofnun og atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stóðu fyrir töku á úr íslensku lambakjöti, fundust gen af E.coli bakteríunni. Í sextán prósentum tilfellanna fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Sóttvarnarlæknir segir niðurstöðuna sýna að umræðan hafi verið á villigötum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Sýnin voru tekin frá því í mars á síðasta ári þar til í desember. Um 600 sýni voru tekin af nautakjöti, lambakjöti, svínakjöti og kjúklingum, bæði innlendu og erlendu kjöti. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter og shigatoxinmyndandi E.coli en það er afbrigði af E.coli og getur myndað eiturefnið shitatoxín.

148 sýni voru tekin af lambakjöti og fundust gen af STEC-afbrigði í þriðjungi þeirra og þar af voru lifandi bakteríur, sem báru eiturefnið, í 16 prósentum sýnanna. Í nautakjöti fundust gen í 17 sýnum af 148 og voru lifandi bakteríur í átta sýnum.

Fréttablaðið hefur eftir Dóru S. Gunnarsdóttur, forstöðumanni neytendaverndar hjá MAST, að þetta sé tiltölulega há tíðni og ástæða sé til að vakta stöðuna.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir þetta sláandi niðurstöður sem sýni að umræðan hafi verið á villigötum.

„Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli.”

Hefur Fréttablaðið eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar