fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Nýjar upplýsingar um íslenska tannlækninn sem hvarf í Hollandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum fengið upplýsingar um að hann hafi átt í fjárhagsþrengingum og það hafi ráðið gerðum hans. Hann flutti starfsemi sína úr litlu húsi í stóra skrifstofubyggingu og kostnaðurinn við reksturinn jókst þá til muna,“ segir hollenskur kollegi íslenska tannlæknisins Bjarka Ágústssonar. Sumarið 2017 lokaði Bjarki starfsemi sinni fyrirvaralaust og lét sig hverfa úr landi. Sjúklingar hans sátu eftir án tannlæknis og starfsfólk hans án atvinnu. Kollegi hans sem sett hefur sig í samband við DV segir að rannsóknarnefnd á vegum hollenska heilbrigðisráðuneytisins hafi skilað skýrslu um mál Bjarka og er það nú komið fyrir dóm. Talið er að Bjarki gæti misst starfsleyfið sem tannlæknir en niðurstaða liggur ekki fyrir.

Tannlæknirinn sem hefur sett sig í samband við DV vill ekki láta nafn síns getið í fréttaflutningi um málið en hann er væntanlegur til lands síðar í sumar og hyggst þá láta DV í hendur skýrsluna frá rannsóknarnefndinni um mál Bjarka. Á sínum tíma bað hollenska blaðið Algemeen Dagblad hann um að vera milligönguaðila fyrir þá sjúklinga sem áttu um sárt að binda vegna brotthvarfs Bjarka og kom hann kvörtunum alls 25 manns á framfæri við blaðið.

DV fjallaði um málið í júlí 2017 og setti sig meðal annars í samband við heimildarmanninn sem nú hefur haft samband við DV. Fréttina byggði DV þó að mestu á fréttum hollenskra fjölmiðla. Segir meðal annars:

„Dularfullt hvarf íslensks tannlæknis hefur vakið talsverða athygli í Hollandi undanfarnar vikur.Í umfjöllun hollenska blaðsins AD kemur fram að tannlæknirinn, sem heitir Bjarki Ágústsson, hafi sett miða á útidyr tannlæknastofu sinnar, Scandinavia Dental, þar sem sjúklingar í neyð voru hvattir til þess að leita annað. Síðan hafi dyrunum verið læst og ekkert hafi spurst til Bjarka síðan. Forsvarsmaður tannlæknafélags furðar sig á framkomunni og segir alvarlegt að sjúklingar, sem eru mörg hundruð talsins, fái ekki aðgang að sjúkraskrám sínum. Þá eru starfsmenn stofunnar í sárum út af vangoldnum launum.“

Kemur einnig fram í fréttinni að Bjarki hafi tekið við stofunni árið 2014 og síðan flutt hana vorið 2017 í nýtt húsnæði, eins og áður greinir frá:

„Allt virtist með felldu en í lok maí flutti stofan í nýtt húsnæði í bænum. Reksturinn fór í sinn vanagang, að minnsta kosti á yfirborðinu, en í júlíbyrjun sást skyndilega miði á útidyrum stofunnar með stuttum skilaboðum. „Ef um neyðartilvik er að ræða þá hafið samband við aðra tannlækna í hverfinu.“ Síðan þá hefur stofan verið lokuð og engar upplýsingar fengist. Þá hefur hollenska blaðið eftir nágrönnum Bjarka að heimili hans hafi verið tæmt fyrir tveimur vikum og húsið virðist hafa verið yfirgefið.“

Rekur tannlæknastofu í Póllandi

Samkvæmt upplýsingum frá hollenska tannlækninum er niðurstaða skýrslunnar um Bjarka sú að hann hafi ekki sýnt af sér atferli sem vænst sé af góðum heilbrigðisstarfsmanni. Hann gæti misst starfsleyfið en úrskurður í máli hans liggur ekki fyrr, eins og áður segir.

Samkvæmt sama heimildarmanni rekur Bjarki nú tannlæknastofuna Scandinavia Dental í borginni Szczecin í Póllandi. DV reyndi að hafa samband við stofuna í dag en ekki var svarað í síma. Bjarki er giftur pólskri konu.

Þess má einnig geta að í janúar á þessu ári var hús Bjarka í Hollandi selt á uppboði, endurnýjað að innan og selt aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“