fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar hafðir af fíflum – Ólafur Jóhann sagður græða á tá og fingri á Bitcoin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2019 14:30

Dæmi um falsfrétt. Mynd: Skjáskot af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varað er við falsfréttum á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Facebook, í nýrri frétt á vef Valitor. Facebook-notendur hafa væntanlega tekið eftir alls kyns færslum þar sem þekktir Íslendingar eru sagðir hafa hagnast vel á viðskiptum með Bitcoin. Þetta er hins vegar ekki rétt, eins og kemur fram á vef Valitor. DV hefur áður sagt frá slíkum svikamyllum en rithöfundurinn landsþekkti, Ólafur Jóhann Ólafsson, virðist vera nýjasta fórnarlamb falsfréttanna.

„Falsfréttir hafa gengið á helstu samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook undanfarna daga. Þar er látið sem þekktir Íslendingar segja frá því í viðtali, hvernig þeir á að hafa hagnast á Bitcoin viðskiptum. Í framhaldinu eru lesendur hvattir til þess að leggja fé inn á ákveðna fjárfestingu með greiðslukortum sínum. Þessar falsfréttir hafa birst í nokkrum útgáfum með mismunandi myndum af viðkomandi einstaklingi,“ stendur í fréttinni og bætt við að til séu dæmi um að fólk láti blekkjast.

„Því miður eru alltaf einhverjir sem falla fyrir svikapóstum og falsfréttum sem þessum. Þeir sem gefa upp kortaupplýsingar ásamt öryggisnúmeri, sem þeir fá sent sem sms í símana sína, eiga á hættu að tapa peningunum þar sem bakfærsluréttur er ekki tryggður á slíkum færslum.“

Starfsmenn Valitor biðja landsmenn um að hafa varann á þegar að kemur að slíkum falsfréttum.

„Fólki er eindregið ráðlagt að falla ekki fyrir þeim gylliboðum sem felast í þessum falsfréttum. Sérstaklega ber að varast „fjárfestingatækifæri“ sem hljóma of vel til að vera sönn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar