fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Einelti meðal kennara sagt vera vandamál í MR

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. júní 2019 11:01

Menntaskólinn í Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einelti í skólum er alþekkt vandamál en glímir Menntaskólinn í Reykjavík við einelti á meðal kennara? Umræða um slíkt hefur blossað upp undanfarið. Rektor skólans, Elísabet Siemsen, segir í viðtali við DV að hún kannist ekki við vandamálið enda sé hún nýlega tekin við starfi, en þessi mál verði skoðuð gaumgæfilega í haust og tekin föstum tökum. Nokkrir kennarar við skólann sem eru að hætta segja að einelti hafi grasserað í kennaraliði skólans og færst í aukana eftir að Elísabet tók við starfi.

Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú hefur í för með sér mikla fækkun kennslustunda. Af því leiðir að segja þarf upp framhaldsskólakennurum. Sigríður Helga Sverrisdóttir, kennari sem sagt var upp störfum við MR, segir að ástandið hafi leitt til vinsældakeppni milli kennara sem níði skóinn hver af öðrum og einelti hafi orðið á meðal þeirra. Í aðsendri grein í Morgunblaðið skrifar Sigríður:

„Skólameistarar hafa að undanförnu nýtt sér tækifærið til að segja upp fjölda kennara í skjóli skipulagsbreytinga. Þessi þróun hefur m.a. leitt af sér tvennt: Ótta og samkeppni innan kennaraliðsins. Grímulaus barátta kennara fyrir stöðu sinni er orðin að ljótum leik, þar sem kennarar eru komnir í innbyrðis samkeppni og hika jafnvel ekki við að níða skóinn hver af öðrum ef því er að skipta, m.a. með endalausu baktali, slúðri, niðurrifi og einelti, í baráttu sinni við að halda sínu á kostnað hins. Sannast þar hið forna máltæki að enginn er annars bróðir í leik.

Ein birtingarmynd þessarar samkeppni er vinsældakeppni kennara. Sumir kennarar keppast um að vera vinsælir hjá nemendum á kostnað faglegrar kennslu og einkunnamats. Þannig eru þeir líklegri til að skora hátt í kennslukönnunum nemenda, sem eru einmitt orðnar einn þáttur í mati skólastjórnenda á hæfi starfsmanna“

Er rektor vandamálið eða er þetta bara óánægja nokkurra einstaklinga?

Fyrir skömmu greindi DV frá mikilli gagnrýni á rektor MR vegna brotthvarfs Lindu Rósar Michaelsdóttur, afar vinsæls kennara við skólann. Linda var í hlutastarfi við enskukennslu og hugðist halda því áfram en var gert að fara á eftirlaun. Landsþekkt fólk steig fram, gagnrýndi ákvörðunina og sakaði rektor um vanhæfni. Linda Rós staðhæfði að ástæðan fyrir brotthvarfi hennar hafi verið sú að hún hafi blandað sér í átök innan kennaraliðsins eftir að kennari hrökklaðist frá störfum vegna eineltis starfsfélaga. Hafi Linda Rós viljað að óháður fagaðili yrði fenginn til að vinna að bættum samskiptum í kennarahópnum. Eftir þetta hafi hún mætt miklum kulda í samskiptum við aðra kennara og rektor hafi ekki yrt á hana.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær kemur fram að þrír kennarar sem sagt hafi verið upp störfum við MR ætli að kanna lögmæti uppsagnanna. Í niðurstöðu úttektar menntamálaráðuneytisins segir að samskiptavandi sé til staðar innan skólans. Hins vegar bendir Elísabet Siemsen, rektor MR, á það í viðtali við DV að niðurstaða ráðuneytisins varðandi ásakanir nokkurra kennara á sig um einelti hafi verið sú að ekki hafi verið um einelti að ræða.

Varðandi þá spurningu hvort einelti þrífist meðal kennaraliðs skólans segir Elísabet að hún viti það ekki, enda sé hún ekki sérfræðingur í slíkum málum. Hún hafi ekki orðið vör við einelti en stutt sé síðan hún tók við störfum:

„Á svona stórum vinnustað getur verið samskiptavandi. Ég er að koma þarna ný inn og ýmislegt kannski öðruvísi en ég á að venjast. En slíkar ásakanir verða að fara þá leið að sannast eða afsannast. Ég er hins vegar enginn sérfræðingur í eineltismálum.

Ég hef ekki orðið vör við að fólk sé í vinsældakeppni eins og haldið er fram. Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum en ég sjálf hef engan lagt í einelti. En við kennum í samtals tíu húsum og ein manneskja getur ekki séð allt sem kann að vera í gangi. Það tekur tíma fyrir nýjan stjórnanda að kynnast svona stórum hópi en það verður farið faglega í þessi mál strax í haust.“

Elísabet gefur í skyn að það séu alltaf sömu aðilarnir sem komi fram með ásakanir um einelti og vonda stjórnunarhætti við skólann:

„Þegar nýr stjórnandi tekur við eins og gerðist hér þá upplifir maður að sumir sem hafa starfað hér mjög lengi vilja ekki sjá neinar breytingar.“ 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram