fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

„Morgunblaðið hefur toppað einhvern skala af siðblindri gerendameðvirkni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. júní 2019 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan Elísabet Ýr Atladóttir gagnrýnir greinaskrif Morgunblaðsins um pílagrímsferð Ólafs Williams Hand og sakar blaðið um gerendameðvirkni. Þetta skrifar hún í opinni færslu á Facebook.

Morgunblaðið hefur toppað einhvern skala af siðblindri gerendameðvirkni. Í dag birtist nefnilega pistill um Ólaf William Hand og núverandi konu hans og hvað það var „erfitt“ að hann hefði verið dæmdur fyrir ofbeldi sem hann beitti.

Ofbeldismaðurinn varð að tákni hins göfuga batnandi manns

Elísabet segir alla áherslu greinarinnar hafa verið á fyrirhugaða pílagrímsferð, og greinilegt sé að ætlunin sé að bæta ímynd Ólafs.

Ofbeldismaðurinn varð að tákni hins göfuga, batnandi manns. Hann vill samt ekkert viðurkenna að hann sé ofbeldismaður og segir það hvergi, enda er hann of upptekinn við það að fá hrós fyrir að „halda lífinu áfram“ og „gefa af sér“ eftir þá „erfiðleika í einkalífinu“ að hafa verið dæmdur fyrir ofbeldið sem hann beitti. Varla er það merki um batnandi mann. Í fréttinni eru fjölskyldumyndir og mynd af parinu saman. Afskaplega fallegt og venjulegt eitthvað. Engar myndir af skrímslum að sjá. Ímynd hans er mýkt og brot hans gerð ósýnileg, hann gerður að fórnarlambinu jafnvel.

Ólafur er dæmdur ofbeldismaður

Þessi tiltekni batnandi maður er þó dæmdur ofbeldismaður, minnir Elísabet Ýr á. Hann hafi ráðist gegn barnsmóður sinni, logið upp á hana og reynt að halda barni þeirra frá henni. Í kjölfarið hafi hann misst vinnuna, það hafi ekki verið neinir erfiðleikar, heldur hreinn og beinn sakadómur.

Dómar í ofbeldismálum sem þessum eru sjaldgæfir, og þessvegna yfirleitt þverskurður af alvarlegustu málunum sem koma á borð dómstóla.

Fólk beri það ekki utan á sér að vera ofbeldismenn. Ofbeldismenn eru fullfærir um að gefa til góðgerðarmála, geta farið í heilsugöngu og tekið sætar fjölskyldumyndir.

Það sést ekki utan á mönnum að þeir séu ofbeldismenn. Þá hlið sjá yfirleitt fáir aðrir en fólkið sem þeir beita ofbeldi. Að kalla það blaðamennsku að básúna persónuhvítþvotti af þessu tagi hlýtur því að teljast algjörlega siðlaust.

Gerir sjálfan sig að fórnarlambi

Elísabet Ýr bendir jafnframt á að í grein Morgunblaðsins gangist Ólafur ekki við broti sínu heldur segir að hann hafi verið dæmdur eftir að ráðist hafi verið inn á heimili hans.

Orð hans og konu hans eru tekin hrá, gagnrýnislaust, og þá er áróðurinn og lygarnar byrjaðar aftur. Hann segist hafa verið dæmdur eftir að „ráðist hafi verið inn á heimili þeirra“. Þolandi verður að geranda, vegið er að trúverðugleika hennar og æru með óhugnanlegum hætti. Týpískt, í raun, fyrir ofbeldismenn og þau sem kóa með þeim. Allt skal reynt til að horfast ekki í augu við sannleikann. Hann er meira að segja með dóm fyrir ofbeldið sem hann beitti, en samt skal gera allt sem hægt er til að hann þurfi aldrei að taka ábyrgð.

Tökum ekki þátt í þögguninni

Í Morgunblaðsgreininni var ekki tekið fram fyrir hvað Ólafur var dæmdur. Elísabet Ýr minnir á að það var ofbeldi, því eigi ekki að gleyma.

Eitt gott strokar ekki út mörg ár af vondu. Ofbeldismenn eru ekki skrímsli, þeir eru menn. Þeir gera góða hluti og eiga vini og gefa af sér. Samt beittu þeir líka ofbeldi. Verum vakandi fyrir því að upphefja þá ekki eða tala í kringum það sem þeir gerðu. Segjum það upphátt og oft. Þeir taka enga ábyrgð nema þeir eru þvingaðir til þess.

Við, sem samfélag, verðum að taka ábyrgð á því að ofbeldismenn fái ekki að njóta vafans á kostnað þolenda. Tökum ekki þátt í þögguninni. Stöndum með þolendum og leyfum svona hvítþvotti ekki viðgangast.

Sjá einnig:

Ólafur í pílagrímsferð eftir ofbeldisdóm

Ólafur Hand sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni

Ólafur ætlar að áfrýja – Þetta mál hefur tekið mikið á mig og mína fjölskyldu

Elísabet um mál Ólafs – Aumingjaskapur hinna meðvirku

Ólafur Hand rekinn frá Eimskip – Tók barnsmóður hálstaki og þrengdi að 

Ólafur Hand áfram í stjórn GR – Dómurinn hefur ekki áhrif  á stjórnarsetuna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann