fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Segir að Skúli muni aldrei koma nálægt flugrekstri aftur – Hann fékk rangan mann upp á móti sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 19:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef setið við hliðina á þessum manni og þetta er ekki maður sem þú vilt fá upp á móti þér,“ sagði Stefán Einar Stefánsson á kynningarfundi um splunkunýja bók sína: WOW – Ris og fall flugfélags, í Norræna húsinu í dag. Í spurningatíma eftir kynningu á bókinni var Stefán Einar spurður hvort annað flugfélag yrði stofnað á Íslandi. Stefáni þótti það ólíklegt vegna þess hve flugrekstur er erfiður og fjárhagur flugfélaga í dag, þar á meðal Icelandair, væri bágborinn. En hann sló því föstu að Skúli Mogensen myndi aldrei framar koma nálægt flugrekstri.

Ástæðan er sú að Skúli fékk rangan mann upp á móti sér, að sögn Stefáns. Sá maður heitir Steve Udvar-Házy og er forstjóri fyrirtækisins Air Lease Corporation. Á blaðsíðu 334 í bókinni segir um þetta:

„Það atriði sem réð þó mestu um að hann á ekki afturkvæmt á flugsviðið var leynisamkomulagið sem hann gerði við Isavia í byrjun októbermánaðar 2018. Eitt félag sat uppi með Svarta-Pétur, Air Lease Corporation. Forstjóri þess og stofnandi er einn áhrifamesti maðurinn í alþjóðlegum flugheimi. Hann tíundaði opinberlega að hann hefði aldrei fallist á þá ráðstöfun. Að fá Steve Udvar-Házy  með þessum hætti á móti sér var í raun mun alvarlegra en að skilja eftir sig sviðna jörð vanskila og brostinna leiguskilmála. Fæstir flugvélaleigusalar snerta á þeim sem þannig hafa leikið goðsögnina ungversku sem raunar var helsti velgjörðarmaður Skúla á mesta uppbyggingarskeið félagsins.“

Samkomulag WOW air og Isavia sem hér er vísað til gerði Isavia kleift að kyrrsetja vélar WOW air vegna gífurlegrar skuldar (um 1 milljaður) WOW í lendingargjöldum. Isavia vildi ekki ganga að félaginu vegna þjóðarhagsmuna en samkomulag um möguleika til kyrrsetningar flugvéla var trygging fyrir Isavia vegna skuldanna. Um þetta segir á blaðsíðu 256:

„Gengið var frá samkomulaginu og frá því í byrjun október og þar til yfir lauk var alltaf að minnsta kosti ein vél WOW air til staðar á flugvellinum í Keflavík. Stóð WOW air í skilum samkvæmt greiðsluáætluninnni fram í febrúar 2019.“

Eins og flestir vita notaðist WOW air við leiguvélar en það láðist að greina eigendum vélanna frá þessu samkomulagi. Segir höfundur að þetta samkomulag hafi átt eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir íslenska flugþjónustu og vísar þar meðal annars til ofangreindra upplýsinga um Ungverjann áhrifamikla.

Sjá einnig:

Menn telja sig hafa verið svikna

Skúli var á móti bókinni og neitaði samstarfi

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“