fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Þóra í ársleyfi: „Það er bara ærið verkefni er það ekki?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 15:35

Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks, er á leiðinni í launalaust leyfi. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, mun leysa hana af.

Þetta staðfesti Þóra í samtali við blaðamann. Þóra mun dvelja með fjölskyldu sinni á Ítalíu í leyfinu þar sem maður hennar, Svavar Halldórsson, er í meistaranámi. Aðspurð hvað  hún ætlaði að taka sér fyrir hendur á Ítalíu svarar Þóra:

„Bara sem minnst. Ég ætla að koma þremur börnum í skóla á erlendu tungumáli, það er bara ærið verkefni er það ekki?“

Í samtali við fréttastofu Vísis segir Rakel Þorbergsdóttir að hún muni ekki taka að sér umsjón í Kveik heldur gegna ritstjórastöðu samhliða stöðu fréttastjóra.

Rakel segist spennt fyrir verkefninu en hún var ein af stofnendum Kveiks. „Og verð núna með meiri afskipti og það er bara spennandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband