fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Simmi Vill og Óli Valur

Fréttir

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir að ómögulegt sé fyrir einkarekna fjölmiðla á Íslandi að keppa við RÚV. Hann segir að með frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sé verið að horfa fram hjá hinu raunverulega vandamáli á íslenskum fjölmiðlamarkaði en markmið frumvarpsins er að styðja við einkarekna fjölmiðla hér á landi.

Heiðar ræðir þetta og fleira til í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Heiðar segir í viðtalinu að vandinn á íslenskum fjölmiðlamarkaði sé sá að RÚV fær fimm milljarða króna í forgjöf.

„En það er ekki nóg með það því stofnunin er nánast að tæma Kvikmyndasjóð með því að fara í kringum reglur og fá endurgreiðslur sem við fáum t.a.m. ekki. Við erum að framleiða okkar efni innanhúss og höfum ekki sótt í sjóðinn. Á sama tíma er RÚV svo óskammfeilið að það sótti endurgreiðslu vegna Áramótaskaupsins. Það er kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað,“ segir hann í viðtalinu en Heiðar var ráðinn forstjóri Sýnar þann 26. apríl síðastliðinn eftir að hafa áður gegnt stöðu stjórnarformanns í fyrirtækinu.

Heiðar bendir einnig á að RÚV taki um það bil helminginn af auglýsingatekjum á sjónvarpsmarkaði. Fyrir utan það sé RÚV með fyrrgreint fimm milljarða króna forskot.

„Hvernig getum við keppt við svoleiðis apparat? Það er ekki hægt og þess vegna leysir frumvarp menntamálaráðherra ekki vanda einkarekinna fjölmiðla. Þetta er plástur sem fyrst og fremst gagnast litlum fjölmiðlum en ekki stóru miðlunum,“ segir Heiðar sem einnig veltir fyrir sér stefnu RÚV varðandi kaup á sjónvarpsefni og forgangsröðun í dagskrárgerð.

„Hvers vegna er RÚV að sýna frá íþróttaleikjum þegar það er nóg af einkaaðilum sem eru tilbúnir til þess? Er RÚV að rækja menningarhlutverk sitt með þeim útsendingum? Hvers vegna eru þeir að bjóða í vinsælar þáttaseríur frá BBC? Er það vegna þess að enginn annar vill sýna þær? Nei, ástæðan er sú að stofnunin er með 5 milljarða forgjöf og yfirborgar á markaðnum og það gerir það að verkum að þeir sem keppa á jafnræðisgrundvelli geta ekki keppt við stofnunina.“

Þá gagnrýnir Heiðar „útþenslustefnu“ RÚV og segir hana birtast með ýmsum hætti, til dæmis með sókn inn á netið.

„Hvers vegna er RÚV með þessa vefsíðu, sem taka mun sífellt meira til sín af auglýsingatekjum á því sviði með því að setja auglýsingar inná efni sem horft er á t.d. á Sarpinum? Þar er fyrst og fremst afþreyingarefni. Stofnunin virðist einfaldlega hvergi geta stoppað. Þegar RÚV er vandinn þá er lausnin á vandanum ekki sú að veita 50 milljóna króna styrk til fréttastofa á einkamarkaði. Þær fá 50 milljónir, RÚV fær 5.000 milljónir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar
Fréttir
Í gær

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt