Strætisvagn hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag. Talið er að bílstjórinn hafi fengið flog undir stýri. Bílstjórinn hefur starfað fyrir Strætó í ríflega tuttugu ár, og kannast samskiptastjóri Strætó að þetta hafi verið fyrsta flog viðkomandi, ef um flog var að ræða, en bílstjórinn mun vera í rannsóknum á spítala sem stendur.
Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið. Slysið átti sér stað við Álafosskvosina í Mosfellsbæ á öðrum tímanum í dag. Vagninn valt ekki og meiðsli bílstjóra og farþega voru minniháttar.
„Það var greinilegt hvað hafði gerst, strætó farið hér út af veginum fyrir ofan og runnið hérna niður talsverðan halla eftir bílastæði en hélst alltaf á hjólunum, sem var mikið lán,“ hefur vísir eftir Sigurbirni Guðmundssyni, varðstjóra slökkviliðsins.