Samkvæmt tilkynningu frá Íslandspóst verður svonefnd sendingargjald verða innheimt af sendingum sem koma erlendis frá, samkvæmt nýsamþykktri heimild frá Alþingi.
„Eftir þessa breytingu munu sendingar frá útlöndum sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem Íslandspóstur innheimtir,“ segir í tilkynningu.
Innheimta gjaldsins hefst þann 3. júní næst komandi og verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu og 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Umsýslugjaldið er 500 krónur og því verður kostnaðurinn nú 900-1100 krónur fyrir viðtakendur erlendra sendinga.
„Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ráðstöfun á eftir að valda einhverri óánægju og skiljum það vel. Ljóst er að innheimta sérstaks sendingargjalds er óheppileg leið til að mæta því að ekki hefur enn tekist að ná fram þeirri breytingu á alþjóðasamningum að burðargjald erlendra sendinga standi undir dreifingarkostnaði. Staðan er hins vegar sú að núgildandi fyrirkomulag getur ekki gengið lengur að óbreytt og þetta er talin heppilegast gegnsæja leiðin til þess að fá nægilega greitt fyrir erlendar sendingar.“
Í tilkynningu segir jafnframt að Íslandspóstur hafi tapað mikið á núgildandi fyrirkomulagi og geti ekki standið undir kostnaði. Takist að ná fram breytingum á alþjóðasamningum vonast Íslandspóstur til að þurfa ekki að innheimta gjaldið.