fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur á barmi taugaáfalls: „Þetta veldur ákveðnum áhyggjum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverslunin Heimkaup hefur heitið því að endurgreiða þau sjónvörp sem hafa verið keypt eftir 13. maí, ef Hatari sigrar Eurovision. Nú þegar Íslandi hefur verið spáð ofarlega í keppninni ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Guðmundar Magnasonar, forstjóra Heimkaupa, og heyra í honum hljóðið.

„Það má segja að staðan hafi aðeins breyst frá því að við tókum þessa ákvörðun. Viðtökur lagsins hafa verið aðrar en menn áttu von á fyrir mánuði. Við erum að sjá að fólk er að kaupa mjög mikið af dýrum sjónvörpum. Það er kannski öðruvísi en við eigum að venjast. Þetta lítur bara einhvern veginn alltaf verr og verr út, eða betur og betur, fer eftir hvernig þú horfir á það.“

Ekki minnkuðu áhyggjur Heimkauparmanna eftir að DV greindi frá því að Íslandi er spáð 2. sæti samkvæmt gögnum frá google.

„Við vorum að sjá núna síðast fréttina um Google og þeirra niðurstöður. Í okkar bransa, ef það er eitthvað sem þú treystir alltaf þá er það google. Það er bara mjög áreiðanlegt sem kemur þaðan. Það er svo mikið að gögnum þar á bak við. Þetta veldur ákveðnum áhyggjum.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur Magnason fær að svitna yfir Eurovision. Árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í 2. sæti hafði BT gefið samskonar endurgreiðsluloforð. Guðmundur var þá markaðsstjóri BT og sagan segir að hann hafi verið á barmi taugaáfalls yfir atkvæðagreiðslunni.

„Þá var ég sölu- og markaðsstjóri BT og í hálfgerðu bríeri var ákveðið að gera þetta. Og það varð svo mikið brjálæði að við seldum öll sjónvörp sem voru til. Fólk kom í búðirnar og fékk að heyra að tiltekið tækið væri búið. Þá var bara bent á að það væri í hillunni [sýningartækið]. Svo við seldum úr hillum eiginlega allra verslana. Það eru 20 ár síðan og þá voru þetta túbusjónvörp. Þetta var eiginlega svolítið fyndið. Planið var fullt af bílum og það varð ekki þverfótað fyrir fólki sem var að reyna að koma risastórum sjónvörpum í misstóra bíla sína. Þetta var eiginlega algjör brandari sko og sala alveg umfram allar væntingar.“

Eftir þessa miklu sölu sat Guðmundur svo yfir keppninni á barmi taugaáfalls, því Selmu gekk mun betur en gert var ráð fyrir.

„Svo unnum við næstum því og vorum yfir á einhverjum tíma áður en sænska lagið komst upp fyrir okkur“

„Fyndið að þetta sé að gerast aftur svona, nema nú troðum við þessu í bílana okkar og höldum á þessu inn til fólks.“

En er kannski bein orsakatengsl milli mikillar sölu sjónvarpa og þeirri trú sem landsmenn hafa á framlagi Íslands ?

„Ég sé það með þessu, við náttúrulega bjóðumst til að endurgreiða og það eru alveg hreinar línur að við erum að selja meira núna en nokkra aðra mánuði á árinu. Þetta eru ekki líkur saman að jafna. Við erum að sjá að fólk er að kaupa dýrari tæki, eitthvað af þeim er meira að segja uppseld nú þegar. Ef Íslandi er spáð 16. sæti þá er kannski engin spenna að fara að kaupa tæki. En ef þú ætlar kannski að kaupa þér sjónvarp og íslandi er spáð 2. sæti þá er það önnur saga. Það eru alveg hreinar línur að fólk skoðar líkurnar og þetta hefur mikil áhrif á kaupin“

Við skulum orða það þannig að þetta verður mjög spennandi. Jafnvel bara jafn spennandi ef ekki meira spennandi en fyrir 20 árum. Þá vorum við alveg að fara yfir um“

„Áfram Ísland“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“