fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Talaði búningahönnuður Hatara af sér? – Lak því að bomba sé á leiðinni – „Bíðið bara“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Atli Bollason skrifaði grein á RÚV í gær þar sem hann minnir íslensku Eurovision keppendurnar í Hatara á að þeir hafi enn tækifæri til að nýta dagskrárvald sitt í Tel Aviv til að vekja athygli á stöðu Palestínu. Búningahönnuður Hatara, Karen Briem, hefur nú gefið til kynna á Instagram, að mögulega muni Hatari gera nákvæmlega það.

„Gjörningurinn ykkar er mjög vel heppnaður og hefur vakið verðskuldaða athygli. Ekki síst það sem þið hafið sagt og gert utan sviðs. Ramminn í keppninni sjálfri er þröngur og gerir allt svolítið að sama sullinu. Ég geri ráð fyrir að útsendingarstjórarnir haldi fast um taumana, sérstaklega þegar þið hin grímuklæddu og vígalegu eigið í hlut, og leyfi engin frávik frá æfingum. Þeir verða m.ö.o. fljótir að klippa í æfingu eða afsakið hlé ef þið farið að veifa palestínskum fánum eða öskra baráttuorð í hljóðnemann,“ segir í grein Atla.

Hann hvetur Hatara til að segja sig frá keppninni því sem land sem hafi þegar fengið sæti á aðalkvöldinu þá muni slík háttsemi vekja enn meiri athygli heldur en sniðganga frá upphafi

„Ef þið segið ykkur frá keppninni, nú þegar þið eruð komin áfram, þá lofa ég að eftir því verður tekið. Það væri eiginlega alveg magnað og myndi vekja verulega athygli. Athygli sem myndi beinast að þeim málstað sem þið hafið sjálf sagt að ferð ykkar til Tel Aviv hafi átt að vekja athygli á: Baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn ofbeldi og yfirgangi Ísraela. […] Hver veit, ef þið spilið rétt úr, tekst ykkur kannski að sannfæra fleiri keppendur um að skrópa á laugardaginn.

Dagskrárvaldið er ykkar. Alveg eins og þið vilduð. Ef ykkur er alvara með einhverju sem þið hafið sagt undanfarna mánuði þá hafið þið núna tækifæri til þess að segja það miklu hærra og miklu skýrar heldur en hingað til. Hvenær kemur bomban?“

Nú hefur Karen Briem, búningahönnuður Hatara, gefið því byr undir báða vængi að Hatari muni vissulega koma með einhverja bombu. Hún deildi skjáskoti af grein Atla með textanum : „Bíðið bara!“ á Instagram. Færslan vakti athygli á afþreygingarvefnum Reddit þar sem notendur velta fyrir sér í hverju bomban gæti falist.
En það er kannski bara lítið annað að gera fyrir okkur en að bíða og sjá. Sjá hvort bomban komi og þá með hvaða hætti. Munu Hatari segja sig frá keppninni? Muni þeir veifa Palestínskum fána á sviði? Eða felst bomban í því að þeir ætla að koma sjá og sigra? Við Íslendingar verðum væntanlega bara að gera eins og Karen segir og bíða bara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar