fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Íslensk kona lenti illa í Tinder-svikara: „Fullkomið skotmark fyrir svona aumingja“ – Tapaði 180 þúsund krónum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona í ástarleit er nú 180 þúsund krónum fátækari eftir að falla fyrir afar skipulögðum svikahrappi á netinu. Þegar svo annar ætlaði að beita hana sömu taktíkinni, vissi hún betur og hafði samband við lögreglu. Svikahrappar á netinu geta verið afar sannfærandi og eru jafnvel búnir að falsa heilu heimasíðurnar, bankareikninganna, flugmiða og svona mætti áfram telja. Þeir sem verða fyrir barðinu á slíkum þrjótum upplifa oft skömm og bera harma sína í hljóði, frekar en að leita til lögreglu.

Einn brotaþoli slíkra svikahrappa var þó tilbúinn að stíga fram og opnaði sig um reynslu sína í Stundinni, þó skiljanlega í skjóli nafnleyndar.

Fullkomið skotmark fyrir svona aumingja

Í viðtalinu segir konan að tölfræðilega sé hún „fullkomið skotmark fyrir svona aumingja“; vinnandi, miðaldra, á hús og engin börn sem þarf að ala upp. „Hann smjaðraði fyrir mér, sem virkar örugglega á margar konur og virkaði nógu vel á mig í smá stund til að ég léti gabbast til að senda pening,“ segir konan en maðurinn komst í samband við hana í gegnum Tinder.

„Hann kynnti sig sem Anthony Bayley og sagðist vera vellauðugur vélaverkfræðingur,“ segir hún og bætir við að Anthony hafi þrýst á hana að færa samskiptin af Tinder yfir á WhatsApp. Þar sé erfiðara að rekja samskiptin. Anthony sagði konunni að hún væri sálufélagi sinn, sú eina rétta. En þó fóru að renna á hana tvær grímur þegar hann bað hana um að leggja út pening fyrir sig.

Allt sem hann sagði gæti hafa verið satt

„Hann sagðist eiga von á 15 Cadillac Escalade-bílum sem hann væri að flytja inn til Íslands. hann sagðist eiga eitt verkefni eftir í Rússlandi, að skipta um vél í skipi sem hann sendi mér mynd af samningi um. Síðan kæmi hann til Íslands til að setjast í helgan stein.“ Hann bað hana um að millifæra fyrir sig pening og veitti henni aðgang að heimabanka sínum, hins vegar hafði hann ekki lykilorðið af reikningnum og samkvæmt tölvupósti frá bankanum þurfti 1.500 Bandaríkjadali, eða um 180 þúsund íslenskar krónur, til að fá það sent. Anthony bað konuna um að redda þessu fyrri hann og hann myndi svo greiða henni til baka.

„Ég sendi þessa peninga til Bandaríkjanna samkvæmt fyrirmælum frá bankanum. Ég reyndi svo aftur að millifæra en reikningurinn var frosinn eftir sem áður. Ég sendi annan póst á bankanna en þá var mér sagt að Anthony skuldaði skatta í Bandaríkjunum, 700 þúsund krónur, til að fá reikninginn affrystan.“

„Ég var svolítið tortryggin, en allt sem hann sagði gæti hafa verið satt. Ég átti þessa 1500 dollara og hugsaði, okey, ég er búin að vera ein í 15 ár og hef ekki eytt krónu í karlmann. Þannig að ég ætla að reyna á þetta, nota þennan pening og taka sénsinn á að hann sé að segja mér satt. Þá var ég búin að sjá bankareikning hans sem sýndi að hann ætti tæpar 2 milljónir dollara.“

„Það er heilmikil sálfræði á bak við þetta því þeir ýta á alla réttu takkana. Tala svo fallega við mann og stóla á að konur eins og ég séu einmana.“

Konan segir svo frá öðru sambærilegu dæmi um mann sem reyndi að blekkja hana. Sá fór þó aðeins aðra leið en Anthony og tók sér meiri tíma í svikin og var fágaðri í samskiptum sínum við hana. Þarna var konan þó orðin reynslunni ríkari og lét ekki blekkjast. Konan segir sögu sína í Stundinni til að vera öðrum víti til varnaðar. Í dag segist hún þekkja rauðu ljósin og treystir sjálfri sér betur. Þessi lífsreynsla mun ekki hindra hana frá því að halda áfram að leita af ástinni, hún mun bara passa sig betur næst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða