fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Burðardýr handtekin í Leifsstöð – Framvísaði vegabréfi annars manns

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 15:47

Málið er í rannsókn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að vera gripinn við að framvísa vegabréfi annars manns. Maðurinn er einn af þremur aðilum sem hafa verið teknir með fíkniefni innvortis undanfarið.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðunesjum er um að ræða erlendan mann sem kom til landsins frá Hamborg 14. mars síðastliðinn. Hann var stöðvaður af tollgæslu og í kjölfarið handtekinn af lögreglu. Reyndist hann vera með 100 grömm af kókaíni innvortis. Sami maður hafði komið til Íslands árið 2017 og handtekinn grunaður um tilraun til fíkniefnasmygls. Í kjölfarið var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi.

„Nú reyndi hann að ferðast undir fölsku flaggi og framvísaði vegabréfi annars manns en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hann sætir gæsluvarðhaldi til 17. þessa mánaðar.“

Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarið haft þrjú mál til rannsóknar vegna tilrauna til fíkniefnasmygls. Í öllum tilvikum var um að ræða smygl  á fíkniefnum innvortis. Í hinum tveimur tilvikunum var um að ræða konur, önnur á leið frá London og hin frá Brussel. Var önnur þeirra með tæplega hálft kíló af kókaíni og hin með tæplega tvö hundruð grömm af sama efni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða