Sagafilm vinnur að framleiðslu sjö þátta raðar um ástina, samskipti, fjölskylduna, hjónabönd – og skilnaði, en þættirnir verða í Sjónvarpi Símans Premium í haust. Sagafilm leitar að viðmælendum í þættina sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Pör; gift eða ógift, í sam- eða fjarbúð á öllum aldri og af hvaða kynhneigð sem er
Fólk sem hefur valið að vera einhleypt
Fyrrverandi pör eða hjón sem vilja deila reynslu sinni af skilnaði í sameiningu
Blandaðar fjölskyldur þar sem nýir makar og foreldrar eru komnir inn í myndina
Skilnaðarbörn frá 16 ára aldri
Börn (6-10 ára)
Tökur fara fram í Reykjavík laugardaginn 18. maí. Þeir sem vilja taka þátt í verkefninu og uppfylla eitt eða fleiri af ofangreindum skilyrðum eru hvattir til að hafa samband við okkur á netfangið ast@sagafilm.is með eftirfarandi upplýsingum fyrir lok dags miðvikudaginn 15. maí:
Nafn/nöfn og símanúmer
Aldur
Hvaða skilyrði uppfyllir þú/þið?
Stutt lýsing á stöðu/sambandi
Mynd af viðkomandi