fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Píratar sendu aðeins meira en þeir ætluðu sér – „Virkja læk her“ – Sjáðu tölvupóstinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar sendu fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær um að tillaga um ný íbúaráð í hverfum Reykjavíkur hefði verið  samþykkt á borgarstjórnarfundi. Þau mistök urðu þó á sendingunni að með tilkynningunni fylgdi auka blaðsíða sem hefur að öllum líkindum ekki átt að berast fjölmiðlum. Þessi aukasíða gefur þó áhugaverða innsýn í starfið innan stjórnmálaflokka og það sem fram fer á bak við tjöldin.

Í fréttatilkynningu fögnuðu Píratar því að hverfaráð verða framvegis ekki eingöngu skipuð kjörnum fulltrúum af borgarstjórn heldur fá grasrótahópar í hverfunum að skipa tvo fulltrúa og svo verður einn valinn af handahófi. Samkvæmt tilkynningu Píarata mun þetta fyrirkomulag tryggja fjölbreytt sjónarmið og draga úr einsleitni sem og að gera jaðarhópum og öðrum þeim sem síður taka þátt í pólitísku starfi kleift að hafa áhrif. Í tilkynningunni var vísað á Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, fyrir frekari upplýsingar.

Á aukablaðsíðunni mátti svo sjá upplýsingar um hvernig áformað væri að fylgja þessu máli eftir, en þær upplýsingar má með nokkurri vissu fullyrða að hafi ekki átt að vera með tilkynningunni. Þar mátti finna svonefnda tímalínu þar sem meðal annars er áformað að reyna að komast í þáttinn Sprengisand, fá þingflokk og borgarfulltrúa til að deila efninu og virkja svonefndan „læk her.“

Fréttablaðið vakti athygli á málinu í dag í dálknum Frá degi til dags, þar sem góðlátlega er hent gríni af þeirri staðreynd að þarna virðist tæknin vera að stríða þeim stjórnmálaflokki sem jafnan hefur þótt hvað tæknivæddastur.

„Þegar jafnvel Píratar eru farnir að hrasa í glímunni við tæknina, hvaða von eigum við hin?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”