fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Óttast að flogið verði á Hús íslenskunnar – „Nota bene það býr fullt af fólki þarna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hús íslenskunnar rís loksins. Verkefnið hefur verið í 14 ár í vinnslu en nú verður hafist handa og mun hús íslenskunnar vera risið eftir um þrjú ár. Af þessu tilefni var Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunnar Árna Magnússonar í íslenskum færðum, gestur í Morgunvaktinni á Rás 1. Þar kom fram áhugaverð ástæða þess að ekki þótt fært að geyma handritin á efri hæðum byggingarinnar, heldur fremur í öruggum geymslum í kjallara.

Við þurfum að gera miklar öryggiskröfur, sagði Guðrún, enda verða í húsnæðinu geymd þau handrit sem eru helsti menningararfur Íslendinga. Handritin okkar dýrmætu verða til húsa í Húsi íslenskunnar en einnig verður þar umfangsmikið og vandað rannsóknarbókasafn. Handritin verða geymd í rammgerðri handritageymslu á neðri hæðum.

„Það er búið að gera gríðarlega miklar rannsóknir á því hvar í húsinu væri best að koma handritunum fyrir. Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja þau á efri hæðirnar því það væri hætta á því að flugvél flygi á húsið. Því við erum svo nálægt flugvelli. Það er hugsað fyrir öllu. Og það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi. Það var bara mat öryggisráðgjafa.“

Þessi ógn við öryggi virðist þykja nægjanleg til að handritin séu betur geymd á neðri hæðum hússins. Hins vegar býr mikið af Reykvíkingum í nágrenni við Arngrímsgötu 5 þar sem Hús íslenskunnar mun rísa. Til dæmis eru þarna stúdentagarðar í næsta nágrenni og Hótel Saga sem er hærri í loftinu heldur en Hús íslenskunnar mun verða. Engin ástæða hefur þó þótt að flytja íbúa bygginga á svæðinu á neðri hæðar eða í kjallara sökum þeirrar hættu að flugvél endi á byggingum þeirra. Handritin eru þó vel samofin sögu Íslendinga, eru mun eldri en íbúar borgarinnar og munu að öllum líkindum lifa okkur öll.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”