Maður sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir fyrr í dag er fundinn en ekki hafði spurst til hans í fjóra daga. Frétt sem birtist fyrr í dag um hann var eftirfarandi:
Lögreglan á Suðurlandi lýsir manni sem ekki hefur sést til í fjóra daga. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir um að hringja í 112. Tilkynning Lögreglunnar á Suðurlandi er svohljóðandi:
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Kamil Bruszkiewicz sem er grannvaxinn og um 175 sm á hæð. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kamil eftir klukkan 19:00 þann 04.05.2019 eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.