fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Fréttir

Halldór: Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki frjáls – „Venst illa að sitja fundi á bankastjórahæðinni í Borgartúni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er alls ekki frjáls ef marka má orð Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, stjórnarmanns í lífeyrissjóðnum, í Markaðnum í dag. Þar segir hann daglegan rekstur sjóðsins vera í höndum Arion banka vegna ákvæðis í samþykktum sjóðsins.  Slík tengsl sjóðsins við bankann sé ekki í hag sjóðfélaga. Hann hvetur því sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að mæta á ársfundinn þann 13. maí og slíta þessi tengsl við Arion.

„Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,2 -0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu.“

Á síðasta ári varð þó breyting á ofangreindu. Þá mættu óvenju margir á aðalfund. Þá höfðu fregnir af afskriftum vegna United Silicon borist og sjóðfélagar vildu svör. Aukin mæting á fundinn hafði töluverð áhrif á starfsemi Frjálsa lífeyrissjóðsins.

„Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar.“

Þó segir Halldór Friðrik að eftir standi vandamál sem nauðsynlegt sé að horfast í augu vði. Tengsl sjóðsins við Arion banka.

„Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. “

Í einu ákvæði í samþykktum sjóðsins er kveðið á um að daglegur rekstur hans sé í höndum Arion banka. Þetta ákvæði kallar Halldór „bankatengda vistarbandið“.

„Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. “

En hvers vegna telur Halldór Friðrik það slæmt að tengjast bankanum með ofangreindum hætti?

Til dæmis valda tengslin auknum kostnaði vegna bankaþjónustu, meiri heldur en kostnaður sem keppinautar sjóðsins eru að greiða.

„Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. “

„Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. “

„Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingakosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. “

Auk þess er Arion banki sjálfur samkeppnisaðili Frjálsa lífeyrissjóðsins. Arion banki bíður upp á viðbótalífeyrissparnað sem kallast Lífeyrisauki og segir Halldór samkeppnina vera harða. Vegna ofangreinds verði það líka meginumfjöllunarefni stjórnarfunda að ræða má sem upp hafa komið vegna sambúðarinnar við bankann. „Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. “

„Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóð á bankastjórnarhæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla“

„Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. “

Á fundinum hafa sjóðfélaga tækifæri á að umbylta sjóðnum þar sem kosið er um fimm stjórnarmenn. Halldór hefur lagt fram tillögu um að skera á tengslin við bankann.

„Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. “

„Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélaga bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar sem vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hljóðupptökur afhjúpa Rússa – Hvetja hermenn til að drepa Úkraínumenn sem gefast upp

Hljóðupptökur afhjúpa Rússa – Hvetja hermenn til að drepa Úkraínumenn sem gefast upp
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp