Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Gísla Þórs Þórarinssonar bendir til þess að hann hafi látist vegna blóðmissis eftir að hann var skotinn í lærið. Í norskum fjölmiðlum er greint frá því að skotvopnið hafi verið útvegað sama dag og Gísli lést.
Almar Smári hefur verið látinn laus úr varðhaldi en liggur enn undir grun um samverknað. Gunnar Jóhann situr í varðhaldi og er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínu Gísla að bana í smábænum Mehamn, laugardaginn 27. apríl.
Í norskum fjölmiðlum er greint frá því að alls hafi fimmtíu vitni verið yfirheyrð. Lögregla bíður nú niðurstöðu úr greiningu á vopninu og raftækjum. Hvorki Gunnar né Almar voru skráðir fyrir vopni og lögregla hefur engar upplýsingar um að þeir hafi haft aðgengi að skotvopni.