fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Skotvopnið var útvegað sama dag og Gísli var myrtur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2019 11:21

Gísli Þór Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Gísla Þórs Þórarinssonar bendir til þess að hann hafi látist vegna blóðmissis eftir að hann var skotinn í lærið. Í norskum fjölmiðlum er greint frá því að skotvopnið hafi verið útvegað sama dag og Gísli lést.

Almar Smári hefur verið látinn laus úr varðhaldi en liggur enn undir grun um samverknað. Gunnar Jóhann situr í varðhaldi og er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínu Gísla að bana í smábænum Mehamn, laugardaginn 27. apríl.

Í norskum fjölmiðlum er greint frá því að alls hafi fimmtíu vitni verið yfirheyrð. Lögregla bíður nú niðurstöðu úr greiningu á vopninu og raftækjum. Hvorki Gunnar né Almar voru skráðir fyrir vopni og lögregla hefur engar upplýsingar um að þeir hafi haft aðgengi að skotvopni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“