fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Gómaður með 32.800 sígarettur í Leifsstöð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2019 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur karlmaður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir helgina eftir að í farangri hans fannst mikið magn af sígarettum eða 32.800 stykki. Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af manninum og kvaðst hann þá hafa ætlað að verða sér úti um peninga með því að selja sígaretturnar hér á landi. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir að fleiri borð hafi komið inn á borð lögreglu sem tengjast farþegum í flugstöðinni. Þannig stöðvaði tollgæslan mann með neysluskammta af LSD og annan sem var með kannabisolíu í fórum sínum.

Síðastliðinn föstudag handtók svo lögregla karlmann sem var að koma frá London með umtalsvert magn af verkjalyfinu Oxycontin og svefnlyfjum innan klæða. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð