fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Erling: Hunangsflugur í hremmingum eftir rigninguna í fyrra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að öllu jöfnu fljúga drottningarnar um á þessum tíma árs nývaknaðar af vetrardvalanum, iðnar við að lepja í sig hunangssafa víðireklana, safna frjókornum þeirra og leggja drögin að sumarbúskapnum. En mun minna hefur farið fyrir þeim núna á suðvestanverðu landinu en venjulega.“

Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur sem heldur úti Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Þar hefur Erling birt í gegnum tíðina ýmsan fróðleik um smádýrin við góðar undirtektir fylgjenda.

Erling skrifar um hunangsflugurnar, eða humlurnar, í pistli sem hann birti í morgun og bendir hann á að tiltölulega lítið hafi farið fyrir þeim það sem af er vori.

„Líklega er rigningin samfellda síðastliðið sumar að valda þessu. Í fyrrasumar áttu þernur í erfiðleikum með að fljúga um og afla fanga í rennblautum blómunum. Framleiðsla nýrra haustdrottninga varð af þeim sökum með minnsta móti,“ segir Erling og bætir við:

„Ef minnið er ekki að bregðast þá hefur viðjan oft verið iðnari við að blómgast en þetta vorið. Hún er humlunum í görðum okkar afar mikilvæg sem fyrsta orkulind. Nú er bara að vonast eftir góðri sumartíð svo humlurnar nái að byggja sig upp á ný. Fátt er sumarlegra en suðandi humlur flögrandi á milli blóma í góðviðri. Að öllu jöfnu er það húshumlan sem lætur mest fyrir sér fara á vorin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð