Klukkan rúmlega fjögur í dag var tilkynnt um dökkan reyk frá íbúð á jarðhæð í miðborginni. Reyndist reykurinn koma frá potti í eldavél.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig frá tveimur reiðhjólaslysum. Annað varð í Árbænum og er ekki vitað um meiðsli en þau talin minniháttar. Hitt reiðhjólaslysið varð í Grafarvogi og að sögn lögreglu slasaðist sá hjólreiðamaður töluvert.
Tilkynnt var um eld í handriði og plasti á fjölbýlishúsi í miðbænum. Minniháttar tjón og engin slys á fólki.