fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Kristín Soffía er ólétt: „Engin kona mun leika sér að því að rjúfa meðgöngu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er ólétt af sínu öðru barni og er komin 30 vikur á leið. Á Twitter segir hún að meðganga hennar styrki einungis skoðun hennar að breytingar á lögum um fóstureyðingar séu af hinu góða.

Frumvarp sem heimilar þungunarrof fram að lokum 22. viku, óháð aðstæðum, var samþykkt á föstudaginn. Tíst Kristínar Soffíu hefur vakið talsverða athygli á Twitter þar sem á fimmta hundrað hafa lækað það.

„Ég hefði haldið að það að vera ólétt gerði mig andstæðari breytingum á löggjöf um þungunarrof en þvert á móti gerir það mig hliðhollari þeim. Enginn karlmaður getur sett sig í spor þungaðrar konu. Engin kona mun leika sér að því að rjúfa meðgöngu en allar konur eiga að mega það,“ segir Kristín Soffía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“