fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Frjáls Fjölmiðlun hafði betur gegn Dalnum – Ósanngjarnt að ætla að krefjast greiðslu á grundvelli samnings

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjáls Fjölmiðlun ehf,. hafði betur gegn Fjárfestingarfélaginu Dalnum ehf. í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, Dalurinn stefndi Frjálsri Fjölmiðlun vegna vanefnda samnings, en samkvæmt téðum samningi átti Frjáls Fjölmiðlun að greiða 15. milljónir króna þann 1. september síðastliðinn en gerði ekki. Frjáls fjölmiðlun á og rekur DV og DV.is.

Frjáls Fjölmiðlun keypti útgáfuréttindi Pressunnar ehf. af Dalnum haustið 2017. Samkvæmt samningi um kaupin átti Frjáls Fjölmiðlun að kaupa kröfu Dalsins gegn Pressunni og greiða fyrir 30 milljónir í tveimur greiðslum, september 2018 og 2019.

Þegar kaupin átti sér stað var fjárhagsstaða Pressunnar slæm og gjaldþrotabeiðni var til meðferðar í héraðsdómi.  Dalurinn átti tvö tryggingarbréf, 200 milljónir, sem hafði verið þinglýst á rekstrareignir Pressunnar.

Frjáls Fjölmiðlun hélt því fram fyrir dómi að það væri engin alvöru skuld að baki þessum 200 milljón króna skuldabréfum.  Dalurinn hélt því fram að tryggingarbréfin væru vegna 155 milljón króna hlutafjáraukningu Pressunnar, sem þó var hætt við.  Þá hefði Dalurinn lagt pening til starfsemi Pressunnar án þess að fá fyrir hlutabréf eða annað.  Dalurinn náði þó ekki að sanna þessar fullyrðingar og dómari sagði:

„Í stefnu er ekki að finna nánari lýsingu eða sundurliðun á þeim kröfum sem stefnandi telur sig hafa átt gegn Pressunni ehf. og framselt stefnda með téðum samningi. Undir meðferð málsins hefur stefnandi lagt fram kvittanir fyrir millifærslum nafngreinds félags, sem hann kveður tengt stefnanda, og nemur heildarfjárhæð þeirra millifærslna alls 255.500.000 krónum. Í öllum tilvikum er þar um að ræða greiðslur til annarra félaga en Pressunnar ehf. og hefur stefnandi enga viðhlítandi grein gert fyrir því hvernig téðar greiðslur urðu að skuld félagsins við hann eða þá hver staða hinnar ætluðu kröfu á að hafa verið 6. september 2017.

[…] Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að lánardrottinn í þeirri aðstöðu sem hér um ræðir hafi yfir að ráða einhvers konar gögnum til sönnunar fyrir þeim kröfum sem hann telur sig eiga gegn skuldara og geti vísað til slíkra gagna ef fram koma andmæli skuldara.

[…] Eins og aðilar hafa lagt málið fyrir dóminn verður því að leggja til grundvallar að sú forsenda samningsins að stefnandi væri í reynd eigandi kröfu að fjárhæð a.m.k. 45.000.000 króna hafi brostið og væri það þar af leiðandi ósanngjarnt gagnvart stefnda að heimila stefnanda að bera samninginn fyrir sig, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, eins og lögunum hefur síðar verið breytt. Verður fallist á kröfu stefnda um sýknu af þessum ástæðum.“

Ósannað var að raunverulegar kröfur stæði að baki samningnum og þótti dómara því ósanngjarnt að ætla að krefjast greiðslu á grundvelli hans. Hefði um raunverulegar kröfur að ræða þá hefði það átt að vera Dalnum leikur einn að leggja fram gögn því til sönnunnar, en þar sem þeir gerðu eða gátu það ekki, þurfti þeir að bíta í það súra epli að fá ekki greiddar meintar vanefndir.

Fjárfestingarfélagið Dalurinn var áður í eigu Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessman. En er í dag alfarið í eigu Halldórs Kristmannssonar. Dalurinn á útgáfufélagið Birting sem gefur meðal annars út Mannlíf og Gestgjafann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK