Alls settu 527 nemendur sem í vor ljúka 10. bekk Verslunarskóla Íslands sem fyrsta val. 330 pláss eru laus í skólanum og því ljóst að talsverður hluti umsækjenda fær ekki skólavist.
Þetta kemur fram í færslu sem birtist á Facebook-síðunni Ráðgjöf vegna innritunar í framhaldsskóla. Samkvæmt þessu er Verzlunarskólinn því vinsælasti skólinn en næst flestir settu Menntaskólann við Sund sem fyrsta val, eða 281 nemandi. 234 nemendur munu hefja nám við skólann í haust.
Þar á eftir kom Tækniskólinn með 261 umsókn og Kvennaskólinn með 243 umsóknir í fyrsta vali.