Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir eftir svörtum og hvítum hundi sem réðst á 9 ára stúlku í dag, beit hana í magann og klóraði í andlitið. Meðfylgjandi mynd er af áverkum barnsins. Atvikið varð eftir klukkan fimm við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Hundurinn var ekki í bandi en eigandi hans var með í för. Lögreglan leitar eftir upplýsingum frá almenningi og lýsir atvikinu svo:
Rétt í þessu vorum við að taka á móti 9 ára stúlku sem hafði verið bitin illa af hundi í magann og klóruð í andlitið. Þetta gerðist fyrir stuttu síðan við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Stúlkan er mjög skelkuð og erum við að leita að eiganda þessa hunds. En eigandinn er að öllum líkindum búsett í Heiðarskólahverfinu og var hún á gangi þarna með barnavagn og var lítð barn með henni. Að sögn stúlkunnar þá var hundurinn ekki í bandi og er hún nálgaðist hundinn þá beit hann hana, hundinum er líst sem svörtum og hvítum. Við hvetjum eiganda hundsins til að gefa sig fram við okkur hér á Facebook eða með símtali við 1-1-2. Einnig þætti okkur vænt um að heyra í einhverjum vitnum af þessu atviki.