Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varar við glæpamáv sem er grunaður um þjófnað á Suðurnesjum.
Lögreglumenn veittu í gær eftirtekt máv sem flaug yfir lögreglubifreið þeirra. Í fyrstu virtist lögreglumönnunum mávurinn hafa dýr í kjaftinum en þegar betur var að gáð sáu þeir að um veski var að ræða. Þetta kemur fram á Facebook síðu embættisins.
„Þeir veittu mávinum eftirför og náðu honum skammt frá þar sem hann lenti til að kíkja á feng sinn. Í veskinu voru skilríki og var hægt að hafa samband við eigandann. En hann hafði séð mávinn fljúga á brott með veskið sitt.“
„Eigandinn var himinlifandi með að endurheimta veskið en þessi sannkallaði glæpamávur er nú eftirlýstur hjá lögreglu“