fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ingibjörg er látin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. maí 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástsæla útvarpskona, lagahöfundur og söngkona, Ingibjörg Þorbergs, er látin, 92 ára gömul. Ingibjörg varð fyrst íslenskra kvenna til að syngja eigið lag inn á hljómplötu, eins og kemur fram í frétt á vef RÚV, og hún samdi mörg vinsæl lög og söng fjölda laga inn á hljómplötur.

Ingibjörg starfaði á Ríkisútvarpinu frá árinu 1952 og stýrði meðal annars hinum vinsæla þætti, Óskalög sjúklinga.

Ingibjörg útskrifaðist sem klarinettleikari úr Tónlistarskólanum í Reykjavík 1952, fyrst allra klarinettleikara og var fyrst kvenna til að ljúka einleikaraprófi á blásturhljóðfæri.

Meðal laga eftir Ingibjörgu eru hinar þekktu Aravísur.

Ingibjörg var glæsileg kona, í senn fáguð og vinsamleg, bauð hvarvetna af sér góðan þokka.

Youtube skjáskot

Á vef RÚV segir:

„Ingibjörg var kjörin heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda árið 1996 og hlaut heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003 og hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008.

Ingibjörg giftist Guðmundi Jónssyni, píanóleikara, árið 1976. Hann átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Guðmundur lést 2010. Ingibjörg lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ, 6. maí 2019.“

Meðal þeirra sem minnast Ingibjargar er hinn vinsæli tónlistarmaður, Jón Ólafsson, sem ritar á Facebook-síðu sína:

„Ingibjörg Þorbergs er látin. Merkiskona er fallin frá en hún var mikill frumkvöðull á sviði laga- og textagerðar og fyrsta íslenska konan sem söng eigið lag inn á hljómplötu. Ég náði að kynnast þessari góðu konu og meira að segja varð ég þess heiðurs aðnjótandi að spila undir hjá henni í sjónvarpinu fyrir margt löngu. Hún var virkur meðlimur í Félagi tónskálda og textahöfunda á meðan hún hafði heilsu til og var dugleg að mæta á félagsfundi. Blessuð sé minning hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK