Landsréttur hefur dæmt Val Lýðsson, bónda að Gýgjarhóli II, í fjórtán ára fangelsi. Það er talsvert þyngri dómur en hann hlaut í héraðsdómi, þar sem hann var dæmdur í sjö ára fangelsi. RÚV greinir frá þessu.
Valur var dæmdur fyrir að bana bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, á bænum Gýgjarhóli II fyrir um ári síðan. Samkvæmt ákæru sló Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama. Í héraði var Valur dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til láts Ragnars. Valur var kærður fyrir manndráp af ásetning en það þótti ekki sannað og fangelsisrefsing ákveðin 7 ár.
Ragnar fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars árið 2018. Þeir bræður höfðu þá kvöldið áður setið að sumbli, ásamt Erni þriðja bróðurnum.
Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars, hefur deilt frá sög sinni af morði föður síns, af morðingjanum Vali Lýðssyni, dómsmálinu og því áreiti sem hann og systkini hans hafa orðið fyrir vegna málsins.