fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Holland bannar predikarann sem sagði Íslendinga vera bastarða

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holland hefur bannað predikarann Steven Andreson frá landinu. Steven Anderson er yfirlýstur gyðingahatari og hefur meðal annars lýst því yfir að samkynhneigða eigi að taka af lífi.  Hann er enginn Íslandsvinur heldur því samkvæmt honum er Ísland land bastarðana.

Anderson ferðast nú um Evrópu og flytur fyrirlestra og stóð til að hann héldi slíkan fyrirlestur í Hollandi síðar í maí. Nú hefur verið greint frá því á hollenska þinginu að komið verði í veg fyrir að Anderson verði hleypt inn í landið.

Anderson er frægur fyrir öfgakenndar skoðanir sínar og þá einkum óbeit sína á gyðingum og hinsegin samfélaginu. Það var því ekki furða að hinsegin samtök í Hollandi lögðust fast gegn því að hann fengi að dreifa öfgakenndum skoðunum sínum í Hollandi.  Borgarstjóri Amsterdam, Femke Halsema, var ein þeirra fjölmörgu sem studdu málstað hinsegin samtakanna og kölluðu eftir því að Anderson yrði bannað. Hún var að vonum ánægð með ákvörðun varnarmálaráðherra og tók fram að það yrðu margir í Amsterdam fegnir.

Ákall hinseginn samtakanna laut að því að landamæri Hollands yrðu að vera lokuð fyrir einstaklingum sem hefðu það að markmiði að kynda undir hatur gegn hinsegin fólki og öðrum minnihluta hópum. Því hefði ákvörðunin um að koma í veg fyrir komu Andresons, verið bæði skynsöm og góð.

Anderson, líkt og áður segir, er afar öfgafullur í skoðunum. Hann stofnaði sína eigin kirkju árið 2005 sem kallast baptistakirkja hins heilaga orðs ári. Á vefsíðu kirkjunnar er starfseminni lýst með eftirfarandi hætti: „Ekki búast við neinu nútímalegu eða frjálslyndu. Við erum gamaldags, sjálfstæðir, bókstafstrúar, samþykkjum aðeins biblíu James konungs, sáluhjálpar baptista kirkja“

Í kenniverkum kirkjunnar er kallað eftir því að samkynhneigðir séu líflátnir. „Við trúum því að samkynhneigð sé synd og viðbjóður sem drottinn leggur dauðarefsingu við.“

Það vakti mikla athygli þegar Anderson birti myndband í kjölfar skotárásar á vinsælum skemmtistað fyrir samkynhneigða  árið 2016. Í myndbandinu sagði hann að skotárásin væri „góðar fréttir“. Hann kallaði fórnalömb árásanna barnanóðinga sem væru að reyna að tæla aðra yfir í samkynhneigðan lífsstíl. Fórnarlömbin hefðu hvort eð er dáið snemma úr „Eyðni og sárasátt eða því um líku.“

Anderson er einnig þekktur fyrir að neita því að helförin gegn gyðingum hafi átt sér stað í seinni heimsstyrjöldinni og einnig fannst honum Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti, eiga skilið að deyja fyrir að styðja við réttindi kvenna til að fara í fóstureyðingu

 

Frétt Newsweek

Bandarískur prestur: „Ísland er land bastarða“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt